Alls konar fabúleringar um vinskapinn við Bjarna Ben Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 11:15 Katrín bendir á að fólk viti hvar það hefur hana; hennar pólítísku skoðanir liggi uppi á borðum. Vísir/Vilhelm „Við skulum átta okkur á því að það er auðvitað unnið að fjöldamörgum málum og forsætisráðherrann kemur nú ekkert að þeim öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pallborðinu í gær. Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira