Kielce vann með minnsta mun, 27-26, þökk sé sigurmarki Igors Karacic seint í leiknum. Haukur Þrastarson komst ekki á blað í leiknum frekar en Janus Daði Smárason í liði Magdeburgar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði hins vegar sex mörk fyrir Magdeburg úr tólf skotum og Ómar Ingi Magnússon tvö mörk úr sex tilraunum.
Síðari leikur liðanna fer fram í Þýskalandi þann 1. maí.
Misjafnt gegni hornamannana
Í Sviss jafnaði Pfadi Wintertur einvígi liðsins við Kadetten Schaffhausen með naumum 29-28 sigri á heimavelli í kvöld. Staðan í einvíginu 2-2 og oddaleikur fram undan á heimavelli Kadetten, liðs Óðins Þórs Ríkharðssonar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Kolstad í Noregi sem vann 32-25 heimasigur á Drammen í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Noregi. Róbert Sigurðarson komst ekki á blað hjá Drammen.
Skara, félag Aldísar Ástu Heimisdóttur og Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur, tapaði þá 29-24 fyrir Höör í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar í Svíþjóð. Höör leiðir einvígið 2-1.