„Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:15 Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Gylfi byrjar. Hann var tekinn útaf eftir klukkutíma leik í stöðunni 3-0 eftir að hafa skilað góðu framlagi. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Vals gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu sagðist hann ekki enn byrjaður að sýna sitt besta. „Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“ Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“
Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn