„Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:15 Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Gylfi byrjar. Hann var tekinn útaf eftir klukkutíma leik í stöðunni 3-0 eftir að hafa skilað góðu framlagi. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Vals gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu sagðist hann ekki enn byrjaður að sýna sitt besta. „Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“ Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
„Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“
Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti