„Eins og að fá hníf í bakið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 09:30 Jutta Leerdam hefur unnið mörg verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Getty/Dean Mouhtaropoulos Ein þekktasta skautakona heims er án félags eftir að lið hennar ákvað að hætta samstarfi við hana. Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Jutta Leerdam, sem hefur unnið verðlaun á bæði heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum, og hún segir í viðtali við hollenska stórblaðið De Telegraaf að félagið hafi komið sér að óvörum með því að gefa þetta út með þeim hætti sem þeir gerðu. Hún er ekki sátt við það. Leerdam hefur verið í sviðsljósinu í mörg ár en hún hefur nýtt sér samfélagsmiðla vel til að sýna frá lífi sínu sem afreksíþróttakonan. Nú er framtíð hennar í uppnámi eftir að ljóst hvað að hún yfirgefur félag sitt Jumbo-Visma. Fréttin um Juttu Leerdam í Sportbladet.@Sportbladet „Við höfðum hugað að áframhaldandi samstarfi en við erum ekki á sama stað og hún þegar kemur að því að velja þá leið sem er réttast að fara í átt að því að ná árangri. Við ákváðum því í síðustu viku að enda samstarfið,“ sagði í tilkynningu frá Jumbo-Visma. Jutta Leerdam notaði samfélagsmiðilinn Instagram til að segja sína hlið á fréttunum. „Ég mun ekki keppa í gulu treyjunni á næsta tímabili. Ég þarf að gera breytingar á þessu stigi á mínum ferli. Síðustu vikur hafa verið mér erfiðar og ég þarf að hugsa um marga hluti enda nú bara tvö ár í Ólympíuleikana,“ skrifaði Jutta Leerdam. „Ég hef alltaf fylgt minni innri sannfæringu og því sem hjartað segir mér að gera næst. Ég vil þakka stuðningsaðilum mínum, þjálfurum, liðsfélögum og Jac sjúkraþjálfara. Ég hef notið hverrar stundar með ykkur en nú er kominn tími fyrir eitthvað nýtt,“ skrifaði Leerdam. Blaðamaður De Telegraaf heyrði líka í henni hljóðið og hún var mjög ósátt með það hvernig Jumbo-Visma liðið setti fréttirnar í loftið. „Hvernig þetta var sett fram. Þetta var eins og að fá hníf í bakið,“ sagði Leerdam. Leerdam hefur unnið Ólympíusilfur og fimm gull á heimsmeistaramótum. Hún hefur alls unnið ellefu verðlaun á alþjóðlegum stórmótum.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira