Tiger og Rory fá rosalega hollustubónusa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 11:30 Tiger Woods og Rory McIlroy er góðir vinir og hafa staðið með PGA í stríðinu við Sádana. Getty/Harry How Tiger Woods og Rory McIlroy hafa staðið með PGA-mótaröðinni í gegnum súrt og sætt á síðustu árum á meðan Sádi-Arabarnir reyna að stela öllum stærstu kylfingum heimsins. Nú er þeim launuð baráttan. The Telegraph segir frá því að Tiger og Rory fái sem dæmi báðir rosalega hollustubónusa. Tiger er sagður eiga að fá í kringum hundrað milljónir dollara og Rory um það bil helming þess eða um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala. Tiger er því að fá fjórtán milljarða bónus en Rory sjö milljarða bónus. Tiger Woods to get $100 million in equity for staying with PGA, Rory McIlroy receiving $50 million: report https://t.co/koziwPsevf— Fox News (@FoxNews) April 24, 2024 Bónusgreiðslurnar koma úr nýlegum sjóð þar sem kylfingar eru látnir njóta góðs af gróða bandarísku mótaraðarinnar. Þessar greiðslur eru greiddar út fyrst og fremst til að launa mönnum fyrir að standa með PGA mótaröðinni í stað þess að láta freistast af gylliboðum frá olíuríkinu. Alls munu tvö hundruð kylfingar fá greitt úr sjóðnum að þessu sinni en 750 milljónir dollara fara til 36 efstu kylfinganna. Skipting greiðslanna er út frá sérstakri formúlu sem tekur mið af árangri á ferlinum og vinsældum hvers kylfings. Jordan Spieth og Justin Thomas fá þannig þrjátíu milljónir dollara hvor eða rúmar 4,2 milljarða. Það fylgir þó sögunni að til að fá peninginn þá þurfa kylfingarnir að halda áfram tryggð við bandarísku mótaröðina. Hér eftir munu kylfingar síðan skipta á milli sín hundrað dollurum í samskonar hollustubónusum. NEW: Report - Tiger Woods, Rory McIlroy among big PGA Tour payouts - ESPN https://t.co/rOP3WkaPIx— Live News Feed (@newsnetworks) April 25, 2024 Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
The Telegraph segir frá því að Tiger og Rory fái sem dæmi báðir rosalega hollustubónusa. Tiger er sagður eiga að fá í kringum hundrað milljónir dollara og Rory um það bil helming þess eða um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala. Tiger er því að fá fjórtán milljarða bónus en Rory sjö milljarða bónus. Tiger Woods to get $100 million in equity for staying with PGA, Rory McIlroy receiving $50 million: report https://t.co/koziwPsevf— Fox News (@FoxNews) April 24, 2024 Bónusgreiðslurnar koma úr nýlegum sjóð þar sem kylfingar eru látnir njóta góðs af gróða bandarísku mótaraðarinnar. Þessar greiðslur eru greiddar út fyrst og fremst til að launa mönnum fyrir að standa með PGA mótaröðinni í stað þess að láta freistast af gylliboðum frá olíuríkinu. Alls munu tvö hundruð kylfingar fá greitt úr sjóðnum að þessu sinni en 750 milljónir dollara fara til 36 efstu kylfinganna. Skipting greiðslanna er út frá sérstakri formúlu sem tekur mið af árangri á ferlinum og vinsældum hvers kylfings. Jordan Spieth og Justin Thomas fá þannig þrjátíu milljónir dollara hvor eða rúmar 4,2 milljarða. Það fylgir þó sögunni að til að fá peninginn þá þurfa kylfingarnir að halda áfram tryggð við bandarísku mótaröðina. Hér eftir munu kylfingar síðan skipta á milli sín hundrað dollurum í samskonar hollustubónusum. NEW: Report - Tiger Woods, Rory McIlroy among big PGA Tour payouts - ESPN https://t.co/rOP3WkaPIx— Live News Feed (@newsnetworks) April 25, 2024
Golf Mest lesið Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira