350 þúsund krónur i sektir og tveir fá þriggja mánaða bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:31 Þrír leikmenn reyndu að spila undir öðru nafni í Lengjubikarnum í fótbolta en komust ekki upp með það. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Rico Brouwer Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur tekið hart á leikskýrslufölsun í leik KFK og Hvíta Riddarans í B deild Lengjubikarsins sem fram fór þann 22. mars 2024. Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð. Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Bæði félög gerðust sek um að falsa leikskýrslu leiksins. Þau fá því stóra sekt og þjálfari KFK og aðstoðarþjálfari Hvíta Riddarans fara báðir í þriggja mánaða bann. Úrslitin í leiknum, 6-0 fyrir Hvíti riddarann, munu þó standa þar sem bæði liðin voru brotleg. Hefur KFK verið gert að sæti 190 þúsund króna sekt og Hvíta Riddaranum verið gert að sæta sekt að upphæð 160 þúsund krónur. KSÍ segir frá. KFR leikmennirnir Benedikt Jóel Elvarsson og Sigurður Orri Magnússon máttu ekki spila leikinn vegna leikbanns. Þeir spiluðu þó leikinn en voru ekki skráðir á leikskýrslu. Aðrir leikmenn, sem spiluðu ekki leikinn, voru skráðir í þeirra stað. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins, að KFK hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakenda. Í málinu liggur fyrir viðurkenning af hálfu kærða að Búi Vilhjálmur Guðmundsson hafi ritað undir leikskýrsluna sem þjálfari KFK og afhent hana dómara leiksins. Með undirritun sinni tók kærði, sem forráðamaður KFK, ábyrgð á innihaldi skýrslunnar og að hún væri rétt úr garði gerð. Þeirri ábyrgð getur hann ekki varpað á leikmann liðsins. Guðbjörn Smári Birgisson, leikmaður Hvíta Riddarans, átti líka að vera í leikbanni en spilaði samt leikinn. Hann var skráður undir öðru nafni. Telur aga- og úrskurðarnefnd ljóst, miðað við gögn málsins og skýra viðurkenningu kærða, að Hvíti Riddarinn hafi vísvitandi ranglega fyllt út leikskýrslu í leik Hvíta Riddarans og KFK með því að falsa nafn og kennitölu þátttakanda. Hefur Hvíti Riddarinn gengist við brotinu og vísa til þess í greinargerð sinni að leikmanninum hafi verið spilað undir öðru nafni. Ísak Ólafsson skal sæta leikbanni í leikjum Hvíta Riddarans í keppnum á vegum KSÍ í þrjá mánuði. Hann var eini aðilinn í liðstjórn liðsins samkvæmt leikskýrslunni. Í ljósi þess að bæði lið KFK og lið Hvíta Riddarans voru ólöglega skipuð í leiknum ákvað aga- og úrskurðarnefnd að úrslit leiks skyldu látin standa óhögguð.
Fótbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki