Ættingjarnir ábyggilega þreyttir á manni Aron Guðmundsson skrifar 28. apríl 2024 08:00 Björgvin Páll í fyrri leik Vals og Minaur Baia Mare Vísir/Hulda Margrét „Ættingjarnir eru ábyggilega orðnir þreyttir á því að maður sé að reyna selja þeim fullt af hlutum,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals í handbolta sem hefur, líkt og aðrir leikmenn liðsins, þurft að grípa til ýmissa leiða til að fjármagna Evrópuævintýri liðsins í ár. Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að leikmenn Vals í handbolta þyrftu sjálfir að skuldbinda sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð sem liðið kemst áfram í Evrópukeppni. Valsmenn eru komnir alla leið í undanúrslit Evrópubikarsins og líkurnar á sæti í sjálfum úrslitaleik mótsins góðar því liðið vann Minaur Baia Mare í N1-höllinni að Hlíðarenda í fyrri leik liðanna með átta mörkum og heldur því út til Rúmeníu í seinni leikinn í góðri forystu. Ljóst er að kostnaðurinn sem fylgir þessu góða gengi Vals í Evrópu er gríðarlegur mikill fyrir leikmenn. En hvernig er það fyrir leikmenn að þurfa safna saman fjármunum fyrir þátttökunni í Evrópubikarnum? „Það er bara skemmtilegt,“ svarar Björgvin Páll, markvörður Vals sem og íslenska landsliðsins. „Það er ákveðinn innri hvati sem fylgir þessu. Við erum að safna pening með ýmsum leiðum. Setja perur í smart ljósabekki, selja alls konar huti. Ég held hins vegar að ættingjarnir séu orðnir þreyttir á því að maður sé alltaf að reyna selja þeim einhverja hluti.“ „Þetta hefur verið svona í gegnum árin. Hefur alltaf verið svona. Þetta er lenskan. Svolítið mikið í þetta skipti, því við erum að fara í mikið af erfiðum ferðalögum á þessu tímabili. Löng ferðalög. Mörg flug. En það er kannski í gegnum svona framtak sem ástríða allra þeirra sem standa að liðinu skín í gegn? „Já það er ekkert grín að leita uppi einhverjar þrjátíu milljónir. Þetta er hellings vinna. Flestir eru að gera þetta í sjálfboðavinnu í kringum félagið. Þetta er erfitt en líka innan vallar. Við ætlum bara að verða Evrópumeistarar innan sem utan vallar.“ Valur mætir Minaur Baia Mare úti í Rúmeníu í seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta í dag klukkan þrjú.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira