„Auðvitað voru þetta ekki gleðifréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason á langan bataveg fyrir höndum. Vísir/Ívar Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður Bestu deildar liðs KR, kýs að halda í bjartsýnina þrátt fyrir að eiga fyrir höndum endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik á dögunum. Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Jóhannes Kristinn var borinn af velli á sjúkrabörum í leik KR og Fram í Bestu deildinni um síðustu helgi. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hann er fótbrotinn. „Ég er frá í tólf vikur sirka. Maður getur ekkert verið að kvarta núna, það er ekkert hægt að gera í þessu nema að koma sér til baka,“ segir Jóhannes í samtali við Aron Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Hvað gerðist? „Ég er að snúa frá leikmanni Fram og hann tæklar mig í hægri löppina þannig að þetta kemur honum í rauninni lítið við. Ég er að brjóta mig í snúningnum en ekki við tæklinguna. Ég var ekki að búast við að þetta væri brot,“ segir Jóhannes sem braut vinstri fótinn en ekki þann hægri sem Fred, leikmaður Fram, steig á. Hvernig var tilfinningin þegar í ljós kom að um beinbrot væri að ræða? „Ég var ekki sáttur. Auðvitað voru þetta engar gleðifréttir. Það er voða lítið sem er hægt að gera í því þegar maður fær þessar fréttir nema bara að koma sér aftur eins fljótt og hægt er,“ segir Jóhannes. Meiðsli hafa herjað á KR-liðið í upphafi móts en Jóhannes fagnar því þó að tímabilið sé ekki úti og að hann geti hjálpað liðinu þegar líður á mótið. „Það er að hjálpa mér í gegnum þetta að ég komist aftur inn í mótið. Þetta hefði getað gerst á verri tíma en líka á betri tíma. Það hjálpar, að ég komist aftur af stað,“ segir Jóhannes. Lengri útgáfu af viðtalinu við KR-inginn unga má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. Hvernig er meiðslastaðan hjá KR? Í fyrsta leik fóru bæði Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson meiddir af velli. Hrafn er frá út leiktíðina en einhverjar vikur í Aron. Auk Jóhannesar meiddist Theódór Elmar Bjarnason gegn Fram í síðasta leik, en óljóst er hversu alvarleg meiðli Elmars eru. Hann fékk tak í lærið í leiknum og spilaði ekki í bikarkeppninni í miðri viku. Luke Rae fór meiddur af velli í bikarleiknum við KÁ, en hann skoraði þar tvö mörk í 9-2 sigri. Atli Sigurjónsson hefur þá verið meiddur í nánast allan vetur en hefur spilað án vandræða í upphafi móts og Benóný Breki Andrésson var meiddur í upphafi móts. Klippa: Viðtal við Jóhannes um meiðslin og upphaf móts
KR Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09 Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Sjá meira
Skellur fyrir KR: Jóhannes fótbrotinn Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er með brotið bein í fæti eftir leik liðsins við Fram í gær. Hann verður frá í tólf vikur. 21. apríl 2024 13:09
Ótrúlegur lækningamáttur í dalnum vekur furðu KR-ingar notfærðu sér nokkuð nýlega brellu úr brellubók knattspyrnuheimsins í leik gegn Fram í Bestu deildinni um nýliðna helgi. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Stúkan á Stöð 2 Sport en um er að ræða brellu sem erfitt getur reynst fyrir dómara að koma í veg fyrir. 23. apríl 2024 11:50