„Höfum verið að bíða eftir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. apríl 2024 12:01 Sara Rún Hinriksdóttir mætir fersk til leiks í kvöld eftir tíu daga pásu. Vísir/Hulda Margrét „Við erum ekki búnar að spila í einhverja tíu daga svo við höfum verið að bíða eftir þessu,“ segir Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, um leik dagsins við Stjörnuna. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. „Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
„Við erum búnar að æfa vel og höldum okkar dampi. Náðum aðeins að hvíla og erum tilbúnar í þetta,“ segir Sara Rún um það hvernig síðustu tíu dagarnir hafa verið nýttir. Keflavík sópaði Fjölni úr leik í 8-liða úrslitunum og vann þriðja leik liðanna 17. apríl. Síðan þá hefur liðið beðið þess að vita hver andstæðingurinn yrði í undanúrslitum en einvígi Hauka og Stjörnunnar fór alla leið í oddaleik hvar Stjarnan vann nauman sigur sem vannst ekki fyrr en á lokasekúndunum. Stjarnan hafi engu að tapa Sara segir mikið koma til ungs Stjörnuliðs sem hefur vakið mikla athygli í vetur. „Það eru margar flottar stelpur þarna og mikil barátta í þeim. Þeirra hugarfar er kannski þannig að þær hafi engu að tapa, mætandi okkur. Stundum ganga hlutirnir betur upp með þannig hugarfari, og ég er mjög spennt að taka á móti þeim,“ segir Sara. Margir gera ráð fyrir auðveldum sigri Keflavíkur í einvíginu en liðið hefur haft algjöra yfirburði í deildinni í vetur. Sara segir varhugavert að hugsa á þann veg, Stjarnan sé sterkt lið sem muni bíta frá sér. „Við erum mjög gott lið og hefur gengið rosalega vel, en í þessum leikjum, eins og þú sérð þar sem Stjarnan vinnur Hauka - það getur allt gerst í þessum leikjum. Við erum alveg á jörðinni og vitum að þær ætla ekkert að gefa okkur þessa leiki, þetta getur farið á marga vegu,“ Hún vonast þá eftir góðri mætingu á eftir og stemningin góð í Reykjanesbænum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt. Karlarnir líka komnir í undanúrslit og það er létt yfir bænum,“ segir Sara. Fyrsti leikur undanúrslitaeinvígis Keflavíkur og Stjörnunnar hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum