Spila loks vestur í bæ: „Held það verði fullt í Frostaskjólinu frá hádegi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. apríl 2024 11:10 Pálmi Rafn (t.h.) er aðstoðarþjálfari Greggs Ryder (t.v.) með KR-liðið. Mikil spenna er fyrir því að spila loks á Meistaravöllum og verður dagurinn tekinn snemma í blíðviðrinu. Vísir/Anton Brink „Það er mikil spenna og verður gaman að spila fyrsta leikinn á alvöru heimavellinum,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari KR, sem spilar sinn fyrsta leik á Meistaravöllum í Bestu deild karla í dag. Verkefnið er af stærri gerðinni en Breiðablik kemur í heimsókn í kvöld. Dagurinn verður tekinn snemma í Vesturbænum og verður KR-heimilið opið frá klukkan 13:00. Þar geta menn hitað upp yfir leikjum í enska boltanum og Bestu deildinni og spókað sig á pallinum við félagsheimilið. „Ég held það sé býsna góð stemning hérna vestur í bæ. Það er dagskrá að ég held í allan dag og ég held það verði fullt í Frostaskjólinu meira og minna frá hádegi,“ segir Pálmi Rafn. Ágætis tíðindi af meiðslunum KR vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni, eitthvað sem liðið hafði ekki gert síðan 2013, en í kjölfarið þurfti liðið að þola tap fyrir fyrrum þjálfara liðsins, Rúnari Kristinssyni og liði hans Fram síðustu helgi. Þar fóru tveir leikmenn meiddir af velli sem bættust við heldur langan meiðslalista sem hefur safnast upp í upphafi móts. Hvernig er staðan á mönnum fyrir kvöldið? „Við höfum því miður misst tvo unga leikmenn í langtíma meiðsl, Krummi [Hrafn Tómasson] er alveg frá og Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] í einhvern tíma. En annars höfum við fengið frekar jákvæðar fréttir af öðrum meiðslum, aðeins betri en við þorðum að vona. Svo við getum stillt upp í býsna gott lið, erum með marga góða leikmenn og höfum engar áhyggjur af því,“ Theódór Elmar Bjarnason fór meiddur út af gegn Fram og spilaði ekki bikarleik KR við KÁ í miðri viku. Í bikarleiknum fór Luke Rae meiddur út af. Hver er staðan á þeim fyrir kvöldið? „Það eru einhverjar líkur á því að báðir eigi möguleika. Við verðum að sjá hvernig þeir vakna í dag, hvort þeir verði tilbúnir eða ekki. Það þarf að koma í ljós hverjir nákvæmlega verða með okkur í dag,“ Svíinn ungi skemmtilegur á velli Til að takast á við meiðslakrísuna náði KR í leikmann á lokadegi félagsskiptagluggans á miðvikudag. Moutaz Neffati kemur til liðsins á skammtímalánssamningi, fram á mitt sumar, með framlengingarákvæði sem KR-ingar geta nýtt. Neffati er að upplagi kantmaður sem getur einnig leyst bakvarðarstöðuna og ætti því að geta leyst stöðu Jóhannesar, sem er frá í tólf vikur, sem og kantstöðurnar hvar meiðsli hafa herjað á KR-inga. En hvernig leikmaður er þetta? „Þetta er ungur leikmaður sem hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Norrköping og hefur klárlega getuna og hæfileikana til að spila fyrir það lið sem er gott lið í sænsku Allsvenskunni. Þetta er leikmaður með hraða og góðan hægri fót. Hann getur gert mikið fyrir okkur og getur verið mjög skemmtilegt að koma á völlinn og fylgjast með honum,“ Grasið ekki upp á sitt besta Leikur KR við Fram síðustu helgi var heimaleikur Vesturbæinga en leikinn á heimavelli Þróttar í Laugardal sökum þess að grasið í Vesturbænum var ekki klárt til knattspyrnuiðkunar. Það sleppur til í dag en þó er völlurinn ekki í frábæru ásigkomulagi. Mun það koma niður á gæðum í leik dagsins? „Ég held að grasið líti betur út en í fyrsta leik í fyrra allavega, en það er svo sem ekki góður mælikvarði,“ segir Pálmi kíminn en KR mætti einnig Breiðabliki í fyrsta heimaleik á síðustu leiktíð en þá litu Meistaravellir töluvert verr út en í dag. „Það hefur tekið rosalega mikinn kipp síðustu tvær vikurnar og komið meiri grænka í þetta,“ segir Pálmi. Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En auðvitað á völlurinn auðvitað svolítið í land og þetta er ekki rennislétta mjúka græna grasið sem við vonumst til að hafa. Svo þessi leikur verður líklega að einhverju leyti litaður af því. Þess þá heldur verður mikil barátta hjá báðum liðum og mikil átök,“ segir Pálmi Rafn. Breiðablik hefur tapað síðustu tveimur leikjum eftir sigra í fyrstu tveimur í deild. Fyrst tapaði liðið fyrir Íslandsmeisturum Víkings á sunnudag og svo óvænt fyrir Lengjudeildarliði Keflavík í bikarnum á fimmtudag. Pálmi býst við að Blikar mætir bandbrjálaðir til leiks eftir svekkjandi tap. „Ég held að flestir séu sammála um það að eftir slæmt tap viltu leik sem fyrst aftur. Maður vill sem fæsta daga í að hugsa um það sem hefur gerst og það er gott fyrir þá að fá stóran leik strax og geta komið til baka. Við eigum ekki von á neinu öðru en að þeir komi brjálaðir til leiks og sýna að þetta hafi verið slys í síðasta leik,“ segir Pálmi Rafn. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan. Besta deild karla KR Breiðablik Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti grasleikur sumarsins, úrslitakeppni í Subway og svo mikið meira Það má svo sannarlega að segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 21 bein útsending á dagskrá í dag. 28. apríl 2024 06:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Dagurinn verður tekinn snemma í Vesturbænum og verður KR-heimilið opið frá klukkan 13:00. Þar geta menn hitað upp yfir leikjum í enska boltanum og Bestu deildinni og spókað sig á pallinum við félagsheimilið. „Ég held það sé býsna góð stemning hérna vestur í bæ. Það er dagskrá að ég held í allan dag og ég held það verði fullt í Frostaskjólinu meira og minna frá hádegi,“ segir Pálmi Rafn. Ágætis tíðindi af meiðslunum KR vann fyrstu tvo leiki sína í deildinni, eitthvað sem liðið hafði ekki gert síðan 2013, en í kjölfarið þurfti liðið að þola tap fyrir fyrrum þjálfara liðsins, Rúnari Kristinssyni og liði hans Fram síðustu helgi. Þar fóru tveir leikmenn meiddir af velli sem bættust við heldur langan meiðslalista sem hefur safnast upp í upphafi móts. Hvernig er staðan á mönnum fyrir kvöldið? „Við höfum því miður misst tvo unga leikmenn í langtíma meiðsl, Krummi [Hrafn Tómasson] er alveg frá og Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] í einhvern tíma. En annars höfum við fengið frekar jákvæðar fréttir af öðrum meiðslum, aðeins betri en við þorðum að vona. Svo við getum stillt upp í býsna gott lið, erum með marga góða leikmenn og höfum engar áhyggjur af því,“ Theódór Elmar Bjarnason fór meiddur út af gegn Fram og spilaði ekki bikarleik KR við KÁ í miðri viku. Í bikarleiknum fór Luke Rae meiddur út af. Hver er staðan á þeim fyrir kvöldið? „Það eru einhverjar líkur á því að báðir eigi möguleika. Við verðum að sjá hvernig þeir vakna í dag, hvort þeir verði tilbúnir eða ekki. Það þarf að koma í ljós hverjir nákvæmlega verða með okkur í dag,“ Svíinn ungi skemmtilegur á velli Til að takast á við meiðslakrísuna náði KR í leikmann á lokadegi félagsskiptagluggans á miðvikudag. Moutaz Neffati kemur til liðsins á skammtímalánssamningi, fram á mitt sumar, með framlengingarákvæði sem KR-ingar geta nýtt. Neffati er að upplagi kantmaður sem getur einnig leyst bakvarðarstöðuna og ætti því að geta leyst stöðu Jóhannesar, sem er frá í tólf vikur, sem og kantstöðurnar hvar meiðsli hafa herjað á KR-inga. En hvernig leikmaður er þetta? „Þetta er ungur leikmaður sem hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Norrköping og hefur klárlega getuna og hæfileikana til að spila fyrir það lið sem er gott lið í sænsku Allsvenskunni. Þetta er leikmaður með hraða og góðan hægri fót. Hann getur gert mikið fyrir okkur og getur verið mjög skemmtilegt að koma á völlinn og fylgjast með honum,“ Grasið ekki upp á sitt besta Leikur KR við Fram síðustu helgi var heimaleikur Vesturbæinga en leikinn á heimavelli Þróttar í Laugardal sökum þess að grasið í Vesturbænum var ekki klárt til knattspyrnuiðkunar. Það sleppur til í dag en þó er völlurinn ekki í frábæru ásigkomulagi. Mun það koma niður á gæðum í leik dagsins? „Ég held að grasið líti betur út en í fyrsta leik í fyrra allavega, en það er svo sem ekki góður mælikvarði,“ segir Pálmi kíminn en KR mætti einnig Breiðabliki í fyrsta heimaleik á síðustu leiktíð en þá litu Meistaravellir töluvert verr út en í dag. „Það hefur tekið rosalega mikinn kipp síðustu tvær vikurnar og komið meiri grænka í þetta,“ segir Pálmi. Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport) „En auðvitað á völlurinn auðvitað svolítið í land og þetta er ekki rennislétta mjúka græna grasið sem við vonumst til að hafa. Svo þessi leikur verður líklega að einhverju leyti litaður af því. Þess þá heldur verður mikil barátta hjá báðum liðum og mikil átök,“ segir Pálmi Rafn. Breiðablik hefur tapað síðustu tveimur leikjum eftir sigra í fyrstu tveimur í deild. Fyrst tapaði liðið fyrir Íslandsmeisturum Víkings á sunnudag og svo óvænt fyrir Lengjudeildarliði Keflavík í bikarnum á fimmtudag. Pálmi býst við að Blikar mætir bandbrjálaðir til leiks eftir svekkjandi tap. „Ég held að flestir séu sammála um það að eftir slæmt tap viltu leik sem fyrst aftur. Maður vill sem fæsta daga í að hugsa um það sem hefur gerst og það er gott fyrir þá að fá stóran leik strax og geta komið til baka. Við eigum ekki von á neinu öðru en að þeir komi brjálaðir til leiks og sýna að þetta hafi verið slys í síðasta leik,“ segir Pálmi Rafn. Bein útsending frá Meistaravöllum hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Leikurinn sjálfur hefst klukkan 18:30. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla fram að því en þá má sjá að ofan.
Leikir dagsins í Bestu deild karla 14:00 Vestri - HK (Stöð 2 Besta deildin 1) 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Besta deildin 2) 16:15 Víkingur R. - KA (Stöð 2 Sport) 18:30 KR - Breiðablik (Stöð 2 Sport)
Besta deild karla KR Breiðablik Tengdar fréttir Dagskráin í dag: Fyrsti grasleikur sumarsins, úrslitakeppni í Subway og svo mikið meira Það má svo sannarlega að segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 21 bein útsending á dagskrá í dag. 28. apríl 2024 06:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Dagskráin í dag: Fyrsti grasleikur sumarsins, úrslitakeppni í Subway og svo mikið meira Það má svo sannarlega að segja að það sé nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 21 bein útsending á dagskrá í dag. 28. apríl 2024 06:00