„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 18:45 Ari Sigurpálsson átti flottan leik í dag. Vísir/Diego Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. „Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
„Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Anton Sveinn er hættur Sport Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28