„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Sverrir Mar Smárason skrifar 28. apríl 2024 18:45 Ari Sigurpálsson átti flottan leik í dag. Vísir/Diego Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. „Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Nei þetta var ekki erfiðara en ég bjóst við. KA eru fínir þrátt fyrir að hafa ekki byrjað vel. Þeir voru í 2. sæti 2022 og í bikarúrslitum í fyrra. Þetta er topp lið með topp leikmenn þannig við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Ari. Víkingur lenti undir snemma leiks en líkt og þeir eiga til þá efldust þeir við það og fóru inn í hálfleikinn með stöðuna 3-1. „Það var bara áfram gakk. Við höfum lent í þessu áður, vitum að við fáum alltaf færi og fengum nóg af þeim í dag. Við deliveruðum,“ sagði Ari um það að hafa lent undir. Umdeildasta atvik leiksins er klárlega vítaspyrnan sem Víkingur fékk á 18. mínútu. Daniel Dejan Djuric jafnaði metin 1-1 úr spyrnunni og Víkingar tóku yfir leikinn. Það var Ari sem féll í teignum og hann segist viss um að dómurinn hafi verið réttur. „Já, að mínu mati er þetta víti. Ég er kominn með boltann, minnir að ég hafi tekið hann niður með bringunni og er kominn í einn á einn stöðu á móti Stubbi. Veit ekki afhverju ég ætti að vera að láta mig detta þá. Já þetta var alltaf víti,“ sagði Ari um vítaspyrnudóminn. Ari virkar í fínu formi þessa dagana. Skoraði tvö í síðustu umferð gegn Breiðabliki, skoraði í bikarnum í miðri viku og lagði svo upp tvö mörk hér í kvöld. „Já, eins og ég sagði eftir leikinn á móti Blikum þá líður mér vel. Meiðslin eru ekkert að hrjá mig núna. Ég verð að halda áfram, fá fleiri mínútur og þá er ég bara í toppstandi,“ sagði Ari. Víkingar eru handahafar allra bikara Íslands sem stendur, ef við tökum undirbúningsmót út fyrir mengið. Hann segir kröfuna alltaf vera að vinna allt og liðið stefni á aðra tvennu. „Já auðvitað. Það er bara krafan. Við erum með stóran hóp og gott lið þannig það er alltaf krafan að vinna tvöfalt,“ sagði Ari að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. 28. apríl 2024 18:28