Vilja vekja áhuga ungu kynslóðarinnar á töfrum klassískrar tónlistar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:24 Stelpurnar vinna vel saman og allt gengur hnökralaust fyrir sig á æfingum. Vísir/Ívar Þrjár táningsstúlkur, sem hófu tónlistarnám á leikskólaaldri, hafa stofnað kammersveit og stefna hátt. Þær vilja höfða til ungu kynslóðarinnar og vekja áhuga hennar á töfrum klassískrar tónlistar. Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís. Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís.
Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp