Enga saltdreifara á Bessastaði takk Skírnir Garðarsson skrifar 28. apríl 2024 23:01 Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Vistheimili Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Mér er mjög minnisstæð predikun gamals prests fyrir áratugum síðan, en hann lagði út af textanum "þér eruð salt jarðar", sem er bein tilvitnun í biblíuna. Klerkurinn brýndi fyrir okkur að fara vel með saltið og misnota það ekki, því ekkert væri verra en að hella salti í sár þeirra sem "óvígir lægju á vellinum" eins og hann orðaði það, og þá átti hann við þá sem orðið höfðu undir í lífsbaráttunni. Nú tíðkast það hins vegar að strá salti í sár eða á ör minni máttar, og er þá yfirleitt um að ræða öryrkja, fátækt fólk, heilsutæpa, og nú síðast vistheimilabörn og vöggustofubörn, sem á fullorðinsaldri reyna að rétta hlut sinn og ná fram viðurkenningu og bótum vegna kerfislægs ofbeldis og mismununar sem þau hafa orðið fyrir. Þau sem dreifa saltinu eru helst stjórnmálamenn og konur, yfirleittt hægri sinnað velmegunarfólk, sem ekki þarf annað en að láta vita hvaða launahækkanir og fríðindi það sjálft fær, - og skammtar sér í sumum tilvikum bara launin sjálft. Þau sem höllum fæti standa fá svo annað hvort sagógrjón eins og Jónas Árnason orðaði það, nú eða það fær gusur af salti í formi svikinna loforða, sinnuleysis, og hroka frá þeim sem farið hafa á námskeið í axlayppingum. Ég minni á þáttaröð sem Stöð 2 mun hefja þann 5. maí ef ég man rétt, en þar mun ýmislegt koma í ljós sem ekki mun valda yfirvöldum vinsældum. Þar verður fjallað um kjör vistheimilabarna og ofbeldi sem þau yrðu fyrir í boði stjórnvalda. Á dögunum horfði ég á viðtalið við systurnar sem vistaðar höfðu verið á Laugalandi og sögðu sögu sína, frábær kjarkur og þor og feykilega þarft málefni og gott að fólk skuli þora að segja frá. Þessar sögur og þættir á Visir.is og á Stöð 2 birtast nú í kosningabaráttunni, en ég hef áður nefnt að það er fráleit hugmynd að kjósa stjórnmálafólk til forseta nú. Í forsetaembættið má ekki veljast kerfisfólk með pólitískar bindingar og tengsl, þá er eins gott að kjósa saltdreifara á Bessastaði, í staðinn fyrir að kjósa fyrrverandi pólitíkusa. Ég persónulega skora á alþingi og ríkisstjórn að fara að koma fram við minni máttar fólk af kurteisi og sanngirni. Í hópi frambjóðenda eru persónur með mikla þekkingu af baráttu þeirra sem minnimátter eru, heilsteyptar manneskjur sem ekki þurfa á baklandi hægri sinnaðra hagsmunaafla að halda. Það er nóg komið af slíku. Þjóðin vill ekki spillingu á Bessastaði, - og því síður fólk sem á pólitískum vettvangi hefur siglt kosningaloforðum í var, oftast ekki í land, heldur oftar en ekki í strand. Höfundur er prestur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun