Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 13:01 Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel eftir þrennuna gegn AGF í gær. Öll mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Getty/Lars Ronbog Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor. Danski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor.
Danski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira