Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 13:01 Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel eftir þrennuna gegn AGF í gær. Öll mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Getty/Lars Ronbog Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor. Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor.
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira