Fyrstu tilnefningar til Vigdísarverðlauna Evrópuráðsþingsins kynntar á Alþingi Lovísa Arnardóttir skrifar 29. apríl 2024 12:59 Verðlaununum er ætlað að heiðra Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heims. Í verðlaun eru níu milljónir. Vísir/Vilhelm Í júní á þessu ári verða í fyrsta sinn veitt Vigdísarverðlaun til valdeflingar konum á vegum Evrópuráðsþingsins. Sérstök valnefnd mun tilkynna hverjir þrír eru tilnefndir til þeirra í ár á Alþingi þann 2. maí, eða á fimmtudag. Í verðlaun eru 60 þúsund evrur sem samsvara um níu milljónum íslenskra króna og nýr íslenskur verðlaunagripur. Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins. Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Formaður valnefndarinnar er Theodoros Rousopoulos, forseti Evrópuráðsþingsins, en auk hans eru í henni sex einstaklingar sem allir eru þekktir á sviði valdeflingar konum . Hópurinn mun hittast á fimmtudag á Alþingi og mun síðar sama dag tilkynna á blaðamannafundi hverjir þrír eru tilnefndir til verðlaunanna. Í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu kemur fram að þau sem tilnefnd eru geti verið einstaklingar, samtök, einkafyrirtæki eða félagasamtöl en öll eigi þau það sameiginlegt að hafa tekið framúrskarandi frumkvæði í því að valdefla konur í öllum fjölbreytileika sínum. Nýr íslenskur verðlaunagripur Valnefndin mun útnefna sigurvegarann á fundi þann 23. júní í Strassbourg og munu svo afhenda verðlaunin daginn eftir á sérstakri athöfn á sumarþingi Evrópuráðsþingsins. Við sama tilefni munu íslensk yfirvöld sýna í fyrsta sinn verðlaunagripinn sem er gjöf íslenska ríkisins til Evrópuráðsins. Fram kemur í tilkynningu frá Evrópuráðsþinginu að um sé að ræða sameiginlegt verkefni íslenskra yfirvalda og Evrópuráðsþingsins og að því sé ætlað að heiðra fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsta þjóðkjörna kvenleiðtoga heimsins. Verðlaunin voru stofnuð formlega á Leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík sem haldinn var í Reykjavík í fyrra. Nánar hér á vef Evrópuráðsins.
Vigdís Finnbogadóttir Evrópusambandið Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira