Rúnar Páll: Við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta Árni Jóhannsson skrifar 29. apríl 2024 22:18 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fannst niðurstaðan ósanngjörn í kvöld Vísir/Anton Brink Eins og Jökull Elísabetarson gat verið ánægður þá var Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkismanna mjög súr í bragði skömmu eftir leik. Hans menn í Fylki fengu mark á sig á loka andartökum leiksins og misstu tvö stig sem gætu verið mikilvæg. „Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
„Gríðarleg vonbrigði. Ég er mjög svekktur fyrir hönd drengjanna sem áttu eiginlega bara frábæran leik“, sagði hann fyrst og fremst um tilfinningar sínar eftir svona högg. „Að fá á sig svona mark þegar fjórar sekúndur eru eftir er mjög sárt. Þetta er ekki sanngjarnt og mér fannst við ekki eiga þetta skilið en það er ekki spurt að því í fótboltanum. Við fáum aftur á móti mörg góð' færi í þessum og við náum ekki að nýta þau því miður. Stjörnumenn fá ekki mörg góð færi en vinna samt leikinn. Það er svolítið saga okkar. Við höfum átt góðar frammistöður og allir voða ánægðir, sérstaklega við þjálfararnir en við fáum ekkert út úr því og við þurfum að snúa því við.“ „Við þurfum að færa þessa leiki okkur í vil og fá þessi þrjú stig sem okkur vantar. Eins og staðan er núna er ég drullusvekktur og fúll en ég er ánægður með frammistöðuna. Við vorum drullugóðir í dag. Vörðumst þvílíkt vel og sköpuðum okkur fullt af góðum færum þannig að við eigum þetta ekki skilið en svona er þetta.“ Rúnar var þá spurður að því hvort hann sæi eitthvað í fljótu bragði sem gæti breytt gengi síns liðs. „Við fáum alveg urmul af færum. Fáum alveg þrjú fjögur góð færi sem við eigum að skora úr. Við höldum svo markinu tiltölulega hreinu. Stjörnumenn fengu ekki mörg færi og um það snýst leikurinn. Hefðum við nýtt eitthvað af þessum færum hefðum við unnið leikinn.“ Að lokum var Rúnar spurður að því hvort hann þyrfti að segja eitthvað sérstakt við sína menn eftir svona högg. „Nei nei, bara reyna að hughreysta þá og svo áfram gakk bara.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30 Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. 29. apríl 2024 18:30