Fótboltafortíð fjölskyldunnar í sviðsljósinu í viðtali DR við Andra Lucas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 09:00 Eiður Smári Guðjohsen með ungum syni sínum þegar Eiður var leikmaður Chelsea. Getty/Matthew Ashton Andri Lucas Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni enda kominn með ellefu mörk í deild og úrslitakeppni. Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Danska ríkisútvarpið fjallaði sérstaklega um íslenska landsliðsmiðherjann sem skrifaði nýverið undir þriggja ára samning við Lyngby. Sjónvarpsmaður DR spurði Andra meðal annars út í föður hans Eið Smára Guðjohnsen sem er næstmarkahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og vann titla i bæði ensku og spænsku deildinni. DELT TOPSCORER I SUPERLIGAEN 💪🏻💙Med sit 11. sæsonmål i 3F Superligaen hoppede Andri Gudjohnsen i dag op på en delt førsteplads på topscorerlisten ⭐️Áfram 🇮🇸 #SammenForLyngby pic.twitter.com/kHy79C01h1— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) April 21, 2024 DR birti brot úr myndbandinu á samfélagsmiðlum sínum þar sem mátti sjá þegar Andra var sýnd gömul mynd af þeim feðgum eftir að Eiður Smári varð Englandsmeistari með Chelsea. Þar mátti sjá Eið halda á Andra en eldri bróðir hans, Sveinn Aron, var síðan við hlið þeirra. Hefur séð þessa mynd mörgum sinnum „Ég hef séð þessa mynd mörgum sinnum. Þarna er faðir minn og hann var þarna að vinna ensku úrvalsdeildina annað árið í röð. Ekki auðvelt að ná því,“ sagði Andri Lucas og benti á myndina. „Þarna er líka stóri bróðir minn Sveinn. Ég er þessi litli sem faðir minn heldur á,“ sagði Andri. „Fótboltinn hefur verið í fjölskyldu minni í marga ættliði. Faðir minn var aðstoðarlandsliðsþjálfari þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik og faðir minn kom inn á sem varamaður fyrir afa minn í hans fyrsta landsleik,“ sagði Andri. Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætti Manchester United í Róm (2009). Það er mín fyrsta minning af því að hafa séð föður minn á stærsta sviðinu. Þá sá ég að þetta væri eitthvað sem ég væri til að gera í framtíðinni,“ sagði Andri en Eiður Smári vann þá Meistaradeildina með Barcelona. „Þetta hefur verið gott tímabil fyrir mig og ég hef náð að sýna hvað ég get gert inn á fótboltavellinum,“ sagði Andri. „Þegar þú ert sonur svona stórs leikmanns þá eru gerðar til þín ákveðnar væntingar. Við erum ólíkir leikmenn þótt ég geti auðvitað lært mikið af honum. Hann horfir á næstum því alla mína leiki og ég reyni að hlusta á hans ráð. Ég nota hann sem innblástur um hvað ég get náð langt,“ sagði Andri. Það má sjá allt viðtalsbrotið hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira