Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2024 14:31 Orri Steinn Óskarsson skoraði þrennu og hélt titilvonum FCK á lífi. @FCKobenhavn Þrír íslenskir landsliðsmenn eru í ellefu manna úrvalsliði síðustu umferðar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Íslendingar eiga líka fimm mörk sem koma til greina sem mark umferðarinnar. Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024 Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Það kemur væntanlega engum á óvart að sjá Orra Stein Óskarsson í liði 27. umferðarinnar, eftir fullkomna frammistöðu á sunnudaginn. Hann kom þá inn á sem varamaður hjá FCK snemma í seinni hálfleik, og skoraði þrennu í mikilvægum 3-2 sigri á AGF. Stefán Teitur Þórðarson er einnig í úrvalsliðinu en hann skoraði þriðja mark Silkeborg í frábærum 3-0 sigri á Midtjylland, með föstu skoti af vítateigslínunni. Lið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þrír Íslendingar eru í liðinu.Superliga Vinstri bakvörðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er svo þriðji Íslendingurinn í úrvalsliðinu eftir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli Lyngby við Vejle í neðri hluta deildarinnar. Kolbeinn lagði þar upp mark Sævars Atla Magnússonar sem reyndist dýrmætt því með sigri hefði Vejle sent Lyngby í fallsæti. Öll mörkin sem skoruð voru í umferðinni koma til greina í valinu á marki umferðarinnar, og þar með eru öll þrjú mörk Orra tilnefnd sem og mark Stefáns Teits og mark Sævars Atla, sem skoraði með laglegum hætti eftir fyrirgjöf Kolbeins. Kosið er um mark umferðarinnar hér. Hvem scorede Rundens Mål? 🤔Stem på din favorit 🔗 https://t.co/4npjtmJG0v 🗳#sldk | #ditholdvoresliga pic.twitter.com/6TXie7UMUn— 3F Superliga (@Superligaen) April 30, 2024
Danski boltinn Tengdar fréttir Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01 Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02 Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. 29. apríl 2024 13:01
Þjálfari Orra Steins sáttur: Hann hefur haldið kjafti Jacob Neestrup, þjálfari Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar, var eðlilega sáttur með frammistöðu Orra Steins Óskarssonar í gær þegar FCK lagði AGF 3-2 þökk sé þrennu frá Orra. 29. apríl 2024 07:02
Stefán Teitur skoraði í óvæntum sigri á Sverri Inga og félögum Silkeborg vann heldur óvæntan 3-0 heimasigur á Midtjylland í eina leik dagsins í dönsku úrvalsdeild karla. Stefán Teitur Þórðarson var meðal markaskorara. 29. apríl 2024 19:00