„Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 15:41 Arda Güler í leik með Real Madrid en hann sló í gegn í síðasta leik. Getty/Ion Alcoba Beitia Arda Güler skoraði mikilvægt mark um síðustu helgi þegar hann tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Real Sociedad. Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu