„Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2024 15:41 Arda Güler í leik með Real Madrid en hann sló í gegn í síðasta leik. Getty/Ion Alcoba Beitia Arda Güler skoraði mikilvægt mark um síðustu helgi þegar hann tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Real Sociedad. Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Markið sá til þess að Real Madrid náði þrettán stiga forskoti á toppi spænsku deildarinnar. Áhugi á þessum nítján ára gamla Tyrkja er mikill á Spáni eftir sigurmarkið hans. Hann hefur skorað tvö mörk í sex leikjum í spænsku deildinni en á enn eftir að koma við sögu í Meistaradeildinni. Güler gat valið á milli stórliðanna Real Madrid og Barcelona síðasta sumar og valdi Real yfir Barca. Nú vitum við meira af hverju. „Ég var í fríi þegar pabbi minn hringdi í mig og sagði mér að Real vildi fá mig. Ég var mjög spenntur enda draumur að rætast,“ sagði Güler í viðtali við Kafa Sports en Fabrizio Romano segir frá. „Real Madrid lofaði mér að ég yrði arftaki Modric og það réði úrslitum,“ sagði Güler um samningaviðræðurnar síðasta sumar. Króatinn Luka Modric hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2012. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina þrisvar sinnum en gæti bætt við þá tölu á þessu tímabili. Liðið er nánast búið að vinna deildina og svo komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. „Þeir sýndu mér langtímasýn og ég var sannfærður. Við báðum Real um að borga Fenerbahce aðeins meira fyrir mig en það sem stóð í samningnum mínum. Þeir samþykktu það,“ sagði Güler. „Ég hefði getað verið áfram hjá Fenerbahce en ég vildi sýna heiminum hvað ungur maður frá Fener í Tyrklandi getur gert í Evrópu,“ sagði Güler. Real spilar risastóran leik í kvöld þegar liðið mætir Bayern München í Þýskalandi í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Hvort strákurinn fá þar að spila sinn fyrsta leik með liðinu í Meistaradeildinni verður að koma í ljós. Leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport og upphitun hefst á sömu rás klukkan 18.35. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira