Heimta hundrað milljóna króna tryggingu Jakob Bjarnar skrifar 30. apríl 2024 15:19 Sýslumaður krefst hundrað milljóna króna í tryggingu eigi hún að taka lögbannskröfu skjólstæðings Katrínar Oddsdóttur fyrir. Katrín segir þetta fyrirsjáanlegt af hálfu kerfisins, þar dansi allir eftir pípu þeirra fiskeldismanna. vísir Gunnar Hauksson, sem á jörðina Sandeyri á Snæfjallaströnd, hefur lagt fram beiðni um lögbann við sjókvíaeldi Arctic Sea Farm á Sandeyri. Er þetta meðal annars á þeim forsendum að sjókvíaeldið sem heimilað er sé innan hans jarðarmarka. Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“ Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Sigríður Eysteinsdóttir staðgengill sýslumanns krefst á móti eitt hundrað milljónir í tryggingu. Verði tryggingin ekki greidd inn á tékkareikning embættisins telst lögbannsbeiðnin fallin niður. Í bréfi sem Sigríður stílar á lögmann Gunnars, Katrínu Oddsdóttur, segir að ef þessum skilyrðum verði mætt þá hafi verið ákveðið að beiðnin verði tekin fyrir á skrifstofu embættisins á Ísafirði 30. apríl klukkan 13. „Verði tryggingin í formi bankaábyrgðar þarf fjárhæðin að vera verðtryggð, ótímabundin og án skilyða,“ segir í bréfinu. Katrín svaraði með því að óska eftir rökstuðningi enda telur hún fjárhæðina órökstudda og óhóflega. Og til þess fallið að hann geti ekki leitað réttar síns með þessu úrræði. Katrín segir jafnframt að þetta sýni fyrirsjáanlega afstöðu hjá stjórnsýslunni á Íslandi, því miður. Og í raun ótrúlegt að sjá allar stofnanir landsins hoppa í takti við kröfur þessara félaga. Katrín fór yfir málið þannig að eftir var tekið á Samstöðinni, í þættinum Synir Egils, á dögunum. Uppfært 16:15 Katrín segir tímalínuna afar sérkennilega í málinu. Seyðin séu þegar komin niður og í kvína sem hún vill fá lögbann á. Til frekari glöggvunar þá er hér tímalína þessa lögbannsmáls: 22. apríl 2024: Afrit af lögbannsbeiðni send fulltrúa sýslumanns í tölvupósti. 23. apríl 2024: Frumrit lögbannsbeiðni og fylgiskjöl send með flugi til sýslumannsins á Vestfjörðum. 23. eða 24. apríl: seiðum sleppt í Sandeyri samkvæmt upplýsingum frá MAST sem bárust í dag. 24. apríl 2024: Sýslumaður upplýsir um að greiða þurfi 12.000 kr. inn á reikning sýslumanns fyrir lögbannsbeiðni. 29. apríl 2024: Sýslumaður tilkynnir um fyrirtöku daginn eftir og krefst tryggingar upp á 100 milljónir króna frá landeiganda. Ellegar verður málið fellt niður. Samdægurs beðið um rökstuðning og frest vegna upphæðarinnar. Fallist á frest til 2. maí en synjað um rökstuðning fyrir upphæðinni. 30. apríl 2024: Fregnir berast um að búið sé að setja niður seyði í kvíar við Sandeyri. Þar með er lögbannsmálið ónýtt. „Þá spyr ég, þessi bótaupphæð er með miklum ólíkindum og sérstaklega í ljósi þess að hennar virðist hafa verið krafist eftir að búið var að setja fisk í kvíarnar, sem er það sem við vildum reyna að stoppa.“
Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Lögmennska Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Fleiri fréttir Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Sjá meira
Helga gert að rannsaka slysasleppingarnar Ákvörðun Helga Jenssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, þess efnis að hætta rannsókn á slysasleppingum fyrir vestan, hefur verið felld úr gildi. 18. apríl 2024 13:51