Það er ýmislegt sem leynist í töskunni hjá Berglindi eins og sjá má hér:

Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er?
Það sem er alltaf í töskunni minni er varasalvi (vel sjúskaður og góður), ilmvatnið mitt, airpods, vítamín sprey, lyklar, góð gleraugu, sundkort og naglaþjöl.
Oftast inniheldur taskan líka eitthvað saumatengt – núna eru það títuprjónar eftir Hönnunarmars.
Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi?
Ekki beint nei en þetta er allt hlutir sem ég gæti ekki farið út án, svo kannski!

Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni?
Ég rótera lítið í töskunni, en það sem ÆTTI alltaf að vera í töskunni eru lyklarnir mínir svo ég komist inn, hvort sem það er heima eða upp í stúdíó. Þeir gleymast stundum.
Hver er þín uppáhalds taska og afhverju?
Ég elska töskuna mína frá Gælu. Ég var stanslaust með hana en svo bilaði rennilásinn og ég set alltaf á hakann að laga það sem ég á svo nú prýðir hún svefnherbergis vegginn. Falleg sem taska og listaverk.

Ertu dugleg að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu?
Eftir langan tíma af óreiðu tjúllast ég og tek til í töskunni, en oftast er hún í ágætis standi.
Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna?
Ég er oftast með tvær með mér – grænu bosk töskuna mína með öllu mikilvæga dótinu og svo er ég með bútasaums tösku sem mamma gerði handa mér. Hana tek ég með á milli heimilisins og stúdíósins. Þar er tölvan mín, það sem er á prjónunum og oftast eitthvað til að narta í þar sem ég er mikið á ferðinni.

Stór eða lítil taska og afhverju?
Ef ég þyrfti að velja á milli þá myndi ég örugglega segja stór, því ég þarf alltaf að dröslast með svo mikið af dóti.