Stöð 2 Sport
Klukkan 14.50 hefst útsending frá Garðabæ þar sem Stjarnan mætir Keflavík í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Keflavík vann stórsigur í fyrsta leik liðanna en vinna þarf þrjá til að komast í úrslitaeinvígið.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 18.35 hefst upphitun fyrir undanúrslitaleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Þar mætast Borussia Dortmund og Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Um er að ræða fyrri leik liðanna en hann hefst klukkan 19.00 og er að sjálfsögðu sýndur beint.
Klukkan 21.00 verður leikurinn gerður upp.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.35 er leikur Tenerife og Unicaja í ACB-körfuboltanum á Spáni í beinni útsendingu.
Vodafone Sport
Klukkan 07.00 er Premier Padel á dagskrá.
Klukkan 17.55 hefst útsending frá Bítlaborginni Liverpool þar sem heimakonur taka á móti Englandsmeisturum Chelsea. Gestirnir verða að vinna til að saxa á forskot Manchester City sem trónir á toppnum.