Það kom lítið á óvart að sérfræðingar Stúkunnar, Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hafi ekki verið sammála um hvort vítaspyrnu væri að ræða eður ei.
„Þeir vildu fá vítaspyrnu þarna og það er eiginlega í öllum leikjum sem lið vilja fá víti. Hvað segir þú Lárus Orri,“ spurði þáttastjórnandi Kjartan Atli Kjartansson.
„Það sem þeir eru að biðja um er að hann hefði mögulega getað fylgt eftir skotinu sjálfur hefði hann ekki verið felldur. Það er alveg punktur í því,“ sagði Lárus Orri um fyrsta tilkall HK.
„Ekkert á þetta,“ sagði Albert Brynjar og Lárus Orri tók undir með annað tilkall HK-inga.
„Þú veist alveg svarið við þessu,“ segir Lárus Orri svo kíminn þegar Albert Brynjar spyr hvort Lárus Orri hefði flautað vítaspyrnu í fyrra skiptið. Hér að neðan má sjá þá félaga skeggræða fyrra tilkallið til vítaspyrnu.