Vinnunetföng algeng leið fyrir hakkara til að brjótast inn í íslensk fyrirtæki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. maí 2024 14:01 Björn Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Aftra. Aðsend/Getty Vinnunetföng sem notuð eru í persónulegum erindagjörðum geta orðið hluti af alvarlegum öryggisbresti fyrir tölvukerfi vinnuveitandans. Mörg dæmi eru um að netföng starfsfólks birtist á mismunandi vefsíðum sem eru ótengd vinnuveitandanum, eins og X (Twitter), Einkamál, Strava, Bland.is og jafnvel á klámsíðum. Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram. Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Björn Orri Guðmundsson er framkvæmdastjóri Aftra, íslensks hugbúnaðs sem er sproti frá netöryggisfyrirtækinu Syndis. Hugbúnaðurinn kembir tölvukerfi og rafræn fótspor fyrirtækja á netinu til að koma auga á hugsanlega veikleika sem hakkarar kunna að notfæra sér. Að sögn Björns eru vinnunetföng sem nýtt eru í persónulegum erindagjörðum eitt algengasta hættumerkið sem kemur upp þegar Aftra gerir úttektir á íslenskum fyrirtækjum. „Þegar við notum vinnunetfangið okkar á þennan hátt skiljum við eftir okkur rafræn fótspor sem fjölgar mögulegum árasarflötum gagnvart vinnuveitandanum. Það sem eykur hættuna enn frekar er að við erum alltof gjörn á að endurnýta lykilorðið okkar. Þetta gæti orðið að alvarlegum öryggisbresti sem hakkarar gætu notfært sér.“ Björn nefnir sem dæmi að ef hakkara tekst að brjótast inn á síðu sem hefur takmarkað öryggi gæti hann komist yfir innskráningarupplýsingar eða lykilorð og nýtt þau gögn til þess að brjótast inn á fleiri staði, svo sem tölvukerfi vinnuveitanda. Þess vegna sé afar mikilvægt að nota ekki sama lykilorðið á mörgum stöðum. Þá segir Björn að það komi stjórnendum og starfsfólki oft í opna skjöldu þegar þeim er bent á að vinnunetföng séu notuð í persónulegum erindagjörðum. Fólk átti sig gjarnan ekki á hættunni og því sé nauðsynlegt að vekja athygli á henni. Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Hvað er til ráða? Ekki nýta vinnunetföng í persónulegum erindum. Mörg fyrirtæki setja t.a.m strangar reglur um netföng starfsfólks og hvernig þau séu notuð. Aldrei endurnýta sama lykilorðið á mörgum stöðum. Góð leið er að nota lykilorðabanka til að halda utan um lykilorðin sín. Stundum er betra að búa til “lykilsetningar” sem er auðveldara að muna. Hafið kveikt á tvöfaldri auðkenningu þar sem það er í boði, eins og Facebook eða Instagram.
Tölvuárásir Netöryggi Tengdar fréttir Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. 3. febrúar 2024 20:00