„Við áttum slæman dag og þær góðan dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 21:12 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel John Andrews þjálfari Víkinga var svekktur með niðurstöðuna þegar Víkingur tapaði 7-2 gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. Hann sagði svona lagað stundum gerast og var ánægður með karakter sinna kvenna. „Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum. Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
„Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum.
Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira