Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. maí 2024 21:52 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með sigurinn vísir / anton brink Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. „Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Maður reynir að segja að þetta hafi verið eins og hver annar leikur og maður reynir að stilla hausinn þannig. Þetta var sérstakur þessi leikur og ég er gríðarlega ánægður að hann sé búinn og ég er sáttur og glaður,“ sagði Gunnar aðspurður hvernig var fyrir hann persónulega að vinna Keflavík en hann þjálfaði kvennalið Keflavíkur frá árinu 2016 til 2022. Annað mark Fylkis var afar huggulegt þar sem liðið spilaði boltanum sín á milli út úr öftustu línu og inn í teig Keflavíkur þar sem boltinn endaði í markinu. „Annað markið var stórkostlegt. Þetta var þvílíkt spil og þetta er það sem þessar stelpur geta gert og það vantaði fleiri svona kafla hjá okkur.“ „Boltinn gekk vel alveg upp völlinn og það er ekki alltaf þannig að við náum svona góðum sóknum sem enda með marki. Þessar stelpur eru góðar í fótbolta og þær þurfa að trúa því. Ég held að við eigum bara eftir að vaxa.“ Bæði mörk Keflavíkur komu eftir föst leikatriði og Gunnar viðurkenndi að hans lið var í vandræðum með fyrirgjafir Melanie Claire Rendeiro sem kom að báðum mörkum Keflavíkur. „Þær voru stórhættulegar og við vorum í vandræðum með föstu leikatriðin þeirra og maður var ekki rólegur þegar að við fengum á okkur hornspyrnur.“ Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er dóttir Gunnars en hún spilaði tæplega 67 mínútur og Gunnar viðurkenndi að þetta hafi verið erfitt fyrir hann sem þjálfara Fylkis. „Þetta var erfitt fyrir mig og þú getur ímyndað þér hvernig þetta hefur verið fyrir sextán ára stúlku en ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í leiknum allavega þar til hún fór út af.“ „Þetta er dóttir mín og hún stóð sig virkilega vel stelpan og hún er ung og að stíga sín fyrstu skref og það verður virkilega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Ég hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum í dag ég ætla ekki að neita því og það fór alveg um mann þegar hún var að gera einhverja hluti sem ég held að sé eðlilegt í föðureðlinu,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum