„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2024 07:00 Jón Halldór Eðvaldsson og Matthías Orri Sigurðarson létu gamminn geysa um mál Kane í gær. Stöð 2 Sport Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. „Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
„Það eru minna enn tuttugu og tvær klukkustundir í leikinn og Pétur Ingvarsson veit ekki hvaða liði hann er að fara að mæta. Jóhann Þór veit ekki hvaða liði hann er að fara að stilla upp,“ sagði Stefán Árni Pálsson stjórnandi Subway Körfuboltakvölds þegar rætt var um mögulegt leikbann DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur í þætti gærkvöldsins. Þeir Stefán Árni, Matthías Orri Sigurðarson og Jón Halldór Eðvaldsson fóru svo yfir málið en DeAndre Kane gæti fengið leikbann vegna hegðunar sinnar eftir að hann var rekinn af velli í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitaeinvígi liðanna í Subway-deildinni. KKÍ hefur enn ekki gefið út hvort Kane verði dæmdur í leikbann en fyrsti leikurinn fór fram á þriðjudaginn. „Ég skil þetta bara ekki. Fyrir mitt litla líf þá bara skil ég ekki að við séum með þessa göfugu íþrótt þar sem allur meðbyr í samfélaginu á Íslandi er með okkur. Við erum búnir að vera með sjónvarpsþátt síðastliðin tíu ár og erum að fjalla um þetta alla daga, við erum með puttann á púlsinum í öllu sem er í gangi. Við erum með lið sem eru að bæta og bæta í, það eru tíu lið sem ætluðu öll að verða Íslandsmeistarar.“ „Svo er bara agnefndin: „Hey strákar, eigum við ekki bara að taka sushi í hádeginu á laugardaginn og aðeins að fara yfir þetta.“ Hvaða rugl er þetta?,“ spurði Jón Halldór þegar umræðan um málið hófst. „Ef ég væri að standa mig svona illa væri löngu búið að reka mig“ „Eins og ég skil þetta þá var Grindavík með andmælarétt þar til miðnættis í gær (fimmtudag) og sendu þá frá sér eitthvað sem KKÍ og aganefnd hafa fengið á borðið sitt þegar þau mæta á skrifstofuna. Það hljóta að vera einhverjar reglur um hvort þetta sé bann eða ekki. Ef þetta er á gráu svæði þá er ekki séns að þú þurfir að skoða þetta í sjö klukkustundir fram og til baka svo einhverjir fimm meðlimir taki ákvörðun um skoðun sem þau hafa á þessu. Takið bara ákvörðun, það er betra fyrir alla,“ sagði Matthías Orri. Ingibergur Þór Jónasson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, tjáði sig um málið á Facebook í gærkvöldi og benti á klausu úr regluverki KKÍ þar sem segir að í úrslitakeppni eigi aganefnd að koma saman um leið og atvikaskýrsla berst og kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er. „Enn og aftur og óneitanlega hugsar maður í minni stöðu tilhvers í veröldinni er maður að þræla sér út fyrir svona vitleysu. Það eru ekki margir sem myndu eyða tíma sínum í að stjórna fyrirtæki með allri þessari veltu og fá fyrir það ekkert og standa svo í svona mótlæti því nóg er það fyrir.Ekki gleyma því að það erum við sem greiðum þessu fólki laun sem á að skila betri vinnu en þetta. Ef ég væri að standa mig svona illa þá væri löngu búið að reka mig.“ „Hvar er framkvæmdastjóri KKÍ?“ Í máli Jóns Halldórs í Subway Körfuboltakvöldi kom fram að í greinargerð KKÍ sem sendi til Grindavíkur var leiknúmer DeAndre Kane ekki rétt. „Það er eins og þetta sé unnið með helvítis rassgatinu. Gerum þetta miklu betur,“ bætti Jón Halldór við. Stefán Árni velti því fyrir sér hvort dæma mætti Kane í bann klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en leikur hefst. „Ég skil þetta þannig að aganefnd sé bara með frjálsar hendur, það getur verið að svo sé ekki“ svaraði Matthías þá. „Ef það eru einhverjir verkferlar sem leyfa þeim að taka svona langan tíma og þau ætla að verja sig gagnvart því þá þarf að breyta því strax í dag. Þeir eiga að vera fljótir, skilvirkir og svo bara út með þetta,“ sagði Matthías. „Ef þessir verkferlar eru til staðar, hvar er framkvæmdastjóri KKÍ? Hvar er Hannes vinur minn? Komdu bara í viðtal eða hringdu í viðtal og segðu að ástæðan fyrir því að ekki sé búið að dæma er að það þarf að fylgja þessu, þessu og þessu,“ sagði Jón Halldór. „Þetta er ekki boðlegt finnst mér. Ef ég hef rangt fyrir mér eins og gerist oft þá væri ég til í að KKÍ myndi bara senda frá sér yfirlýsingu að segja hver ástæðan er. Ekki láta alla sem fylgjast með körfubolta hanga í lausu lofti.“ Alla umræðu þremenninganna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um mögulegt leikbann DeAndre Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF KKÍ Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira