Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. maí 2024 18:51 Keppnin fer fram á þriðjudag, fimmtudag og laugardag. EPA Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni. Eurovision Svíþjóð Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Fram kemur í frétt BBC að lögregla og skipuleggjendur keppninnar segjast undir allt búin og vonist til að keppnin verði „gleðirík“ í ár. Fimmtíu ár eru frá því að sænska hljómsveitin ABBA sigraði Eurovision með laginu Waterloo. Skiptar skoðanir hafa verið á Eurovision-keppninni í ár, sem og önnur ár, vegna framgöngu Ísraels á Gasa. Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ákváðu fyrr á árinu að meina Ísrael ekki þátttöku í keppninni. Sú ákvörðun vakti furðu margra, í ljósi þess að Rússlandi hefur verið meinuð þátttaka í keppninni frá innrás Rússa í Úkraínu árið 2022. Gert er ráð fyrir að hundrað þúsund manns heimsæki borgina í Eurovision-vikunni. Þá er búist við að 200 milljón manns um heim allan horfi á keppnina. Venju samkvæmt fara undanúrslit fram á þriðju- og fimmtudag og úrslit á laugardag. Sækja liðsauka til Danmerkur og Noregs Hersveitir frá öllum landshlutum Svíþjóðar hafa verið kallaðar til Malmö til þess að standa vörð meðan viðburðir vikunnar fara fram, bæði Eurovision og þeir fjölmörgu mótmælafundir sem hafa verið boðaðir. Þá hefur liðsauki frá Danmörku og Noregi verið kallaður til, að því er kemur fram í frétt BBC. Þá segir að sumir lögreglumenn komi til með að bera stærri vopn en venjulega. Petra Stenkula lögreglustjóri í Malmö segir í samtali við miðilinn að Svíþjóð sé nú þegar á viðbúnaðarstigi fjögur af fimm í tengslum við hryðjuverkaógn. Mótmælin líklega fjölmennari en áður „Það er ljóst að öryggisleysið í heiminum bitnar nú á Eurovision,“ segir Stenkula. Hún segir marga mótmælafundi hafa verið haldna í landinu, sér í lagi í Malmö, gegn þátttöku Ísraela í Eurovision. Ekki hafi stafað ógn af neinum þeirra. Hún segir að vegna keppninnar hafi öryggismyndavélar verið settar upp í borginni, og að auki verði notast við drónamyndavélar í sama tilgangi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa verið að mæta á mótmælafundi í Malmö vegna Palestínu. Stenkula segir lögreglu undir það búna að talsvert fleiri mæti á mótmælafundina í vikunni.
Eurovision Svíþjóð Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira