„Við missum okkur ekkert yfir þessum sigri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 19:57 Jökull Elísabetarson og hans menn fögnuðu góðum sigri í kvöld. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega kampakátur með 4-1 sigur sinna manna gegn ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“ Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur eins og maður átti von á. Erfiður leikur og það tók bara svolítinn tíma að brjóta þá niður,“ sagði Jökull í leikslok. „En við erum góðir í því. Við erum góðir að brjóta niður lið sem falla niður og eru þétt. Við höfðum allir trú og vissum að þetta kæmi. En þetta Skagalið er bara gott. Það er vel þjálfað og með góða leikmenn þannig ég held að þetta sé bara rosalega sterkur sigur.“ Hann segist alltaf hafa vitað að hans lið myndi snúa dæminu við eftir að hafa lent undir snemma leiks. „Maður hafði alltaf bullandi trú á því. Við erum allir svolítið svekktir með þetta mark sem við fáum á okkur. Við fáum það á okkur þegar við erum manni færri, með mann fyrir utan. Við viljum halda hreinu og þetta mark var algjör óþarfi. Við munum passa upp á þetta í framtíðinni og laga þetta. Þetta er atriði sem við tölum um og viljum hafa í lagi.“ Þá segir hann mikilvægt að hafa náð inn jöfnunarmarkinu fyrr en seinna. „Því fyrr því betra, en svo var líka gott þegar við náðum að komast yfir því þá náum við loksins að gefa stuðningsmönnunum okkar skemmtilegan fótboltaleik sem þau eiga skilið og eru búin að bíða eftir. Það er erfitt að spila skemmtilegan fótboltaleik þegar annað liðið er mjög þétt og liggur. Þá eru þetta meiri skyndisóknir.“ „Mér fannst þetta verða skemmtilegur leikur eftir því sem leið á, auðvitað fyrir okkar stuðningsmenn, og það er gott að eta veitt þeim það.“ Að lokum segir Jökull það mikilvægt fyrir Stjörnuliðið að vera komið almennilega af stað eftir tvo tapleiki í fyrstu tveimur umferðum mótsins. „Þetta er bara mjög sterkt því þetta var erfið byrjun hjá okkur og við vorum aðeins yfirspenntir og miklar væntingar hjá okkur fyrir mótinu. Við náðum okkur ekki alveg í gang í fyrstu leikjunum og þá kemur smá stress. Það er bara mjög sterkt hvernig við erum búnir að vinna okkur út úr því og hópurinn á mikið hrós skilið fyrir það og mér finnst við vera að ná okkur. En við missum okkur ekkert yfir þessum sigri. Þetta er góður sigur, en alveg eins og það var allt í lagi þó við værum búnir að tapa fyrstu tveimur þá er þetta bara allt í lagi og við höldum áfram.“
Besta deild karla Stjarnan ÍA Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. 5. maí 2024 18:57