„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek“ Árni Gísli Magnússon skrifar 5. maí 2024 20:05 KR hefur ekki unnið síðan í 2. umferð. vísir/anton brink Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. „Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“ Besta deild karla KR KA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
„Vonsvikinn. Okkur finnst auðvitað eins og við hefðum átt að vinna leikinn, frammistaðan verðskuldaði þrjú stig, þannig við erum með vonsviknir á endanum að hafa ekki unnið. Í vissum aðstæðum verður maður að sætta sig við eitt stig, þegar við missum mann af velli, við tökum stigið og stórt hrós á strákana fyrir hugarfarið þegar við erum orðnir einum færri því við aðlöguðumst aðstæðum vel og grófum djúpt og er virkilega stoltur af þeim.“ Leikurinn var endanna á milli og alltaf mikið í gangi á vellinum hvort sem boltinn var í leik eða ekki. „Ég hefði reyndar viljað hafa smá meiri ákefð í leiknum á köflum en heilt yfir held ég að þetta sé góð frammistaða hjá okkur. Sérstaklega í fyrri hálfleik vorum við góðir en duttum kannski aðeins niður í seinni hálfleik, ég þarf að skoða það aftur, en við áttum að vera búnir að ganga frá leiknum í hálfleik, við erum vonsviknir að svo var ekki, við gerðum ekki mikið af mistökum í seinni hálfleik en við þurfum bara að klára leikinn.“ Guy Smit fékk sitt seinna gula spjald á 73. mínútu fyrir leiktöf en aðeins tveimur mínútum áður fékk hann gult spjald fyrir brot utan teigs sem hefði auðveldlega getað kostað liðið mark eða jafnvel verið beint rautt spjald. Gregg hafði sitt hvað að segja um málið. „Ég hef aldrei nokkurn tíma á ævinni séð markmann fá gult spjad fyrir leiktöf eftir átta sekúndur, átta sekúndur á milli þess sem hann setur boltann niður og fær svo sitt seinna gula spjald, aldrei hef ég nokkurn tíma séð þetta. Þegar lið er 1-0 yfir og 75 mínútur búnar mun markmaðurinn auðvitað taka 8,9,10 sekúndur, og það er ekki of langt vegna þess að við gerðum það út leikinn og hinn markmaðurinn okkar fékk ekki spjald. Þetta er brjáluð ákvörðun.“ Hvað getur Gregg tekið jákvætt út úr leiknum? „Fullt af jákvæðum hlutum. Frammistaðan í fyrri hálfleik mjög góð, fótboltalega séð litum við við mjög vel út og sýndum flotta hluti, vörðumst vel stóran hluta leiksins. Varnarlega þegar við lentum manni færri, ég veit við fengum á okkur mark og erum vonsviknir með það, en við hentum okkur fyrir allt og sýndum alvöru ástríðu til að verja það sem við höfðum. Það er svo mikið af jákvæðum hlutum að ég vorkenni strákunum að hafa ekki fengið það sem þeir verðskulduðu.“
Besta deild karla KR KA Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira