„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:02 Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. „Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira
„Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Sjá meira