Lopetegui tekur við West Ham Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2024 08:50 Lopetegui á hliðarlínunni sem knattspyrnustjóri Wolves á sínum tíma Spænski knattspyrnustjórinn Julen Lopetegui tekur við knattspyrnustjórastöðunni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham United frá og með næsta tímabili. Það er ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X núna í morgun. Lopetegui tekur því við stöðunni af Skotanum David Moyes sem hefur haldið utan um stjórnartaumana hjá West Ham undanfarin tímabil og meðal annars stýrt liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu. Romano segir Lopetegui hafa komist að samkomulagi við forráðamenn West Ham um kaup og kjör. Samkomulag um grunnatriði samningsins sé í höfn. Nú eigi bara eftir að skrifa undir. Hinn 57 ára gamli Lopetegui hefur yfir mikilli reynslu að skipa frá sínum þjálfaraferli. Hann hefur meðal annars þjálfað spænska landsliðið, Real Madrid, Sevilla og nú síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni og kemur því ekki blautur á bakvið eyrun í enska boltann. West Ham er sem stendur í 9.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig þegar að liðið á tvo leiki eftir. Hamrarnir komust alla leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á tímabilinu en féllu úr leik þar í einvígi sínu gegn Bayer Leverkusen. 🚨⚒️ EXCL: Julen Lopetegui has agreed terms with West Ham to become new head coach replacing David Moyes from next season.Lopetegui has accepted #WHUFC proposal, ready to proceed to formal stages.Details being finalised then contracts will be signed but agreement in place. pic.twitter.com/guHfAj7PMv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 6, 2024 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Það er ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem að greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X núna í morgun. Lopetegui tekur því við stöðunni af Skotanum David Moyes sem hefur haldið utan um stjórnartaumana hjá West Ham undanfarin tímabil og meðal annars stýrt liðinu til sigurs í Sambandsdeild Evrópu. Romano segir Lopetegui hafa komist að samkomulagi við forráðamenn West Ham um kaup og kjör. Samkomulag um grunnatriði samningsins sé í höfn. Nú eigi bara eftir að skrifa undir. Hinn 57 ára gamli Lopetegui hefur yfir mikilli reynslu að skipa frá sínum þjálfaraferli. Hann hefur meðal annars þjálfað spænska landsliðið, Real Madrid, Sevilla og nú síðast Wolves í ensku úrvalsdeildinni og kemur því ekki blautur á bakvið eyrun í enska boltann. West Ham er sem stendur í 9.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig þegar að liðið á tvo leiki eftir. Hamrarnir komust alla leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á tímabilinu en féllu úr leik þar í einvígi sínu gegn Bayer Leverkusen. 🚨⚒️ EXCL: Julen Lopetegui has agreed terms with West Ham to become new head coach replacing David Moyes from next season.Lopetegui has accepted #WHUFC proposal, ready to proceed to formal stages.Details being finalised then contracts will be signed but agreement in place. pic.twitter.com/guHfAj7PMv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 6, 2024
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira