Freyr nærri kraftaverki: „Þetta var fokking taugatrekkjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 12:05 Freyr Alexandersson á þrátt fyrir allt fína möguleika á að halda Kortrijk uppi í efstu deild, sem virtist útilokað um áramót. Getty/Nico Vereecken Eftir tvo sigra í röð á Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, von um að framkalla kraftaverk með því að halda sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“ Belgíski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“
Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild.
Belgíski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira