Þekking á naloxone nefúða getur bjargað lífi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar 6. maí 2024 14:30 Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið vaxandi ópíóíðavandi hér á landi og jafnvel talað um faraldur í því sambandi. Afleiðing tengd misnotkun ópíóíða er m.a. aukning ótímabærra dauðsfalla, oft vegna ofskömmtunar þeirra. En það er til lyf sem getur auðveldlega bjargað lífi þeirra sem hafa ofskammtað og það er einfalt í notkun. Allir geta bjargað lífi með naloxone Flest tilfelli ofskömmtunar eru fyrir slysni. Einstaklingar af öllum kynjum, á öllum aldri, öllum þjóðernum og af öllum stigum samfélagsins geta ofskammtað. Þeir einstaklingar sem eru í hvað mestri áhættu á ofskömmtun eru einstaklingar sem nota ópíóíðalyf sem langtíma verkjameðferð og einstaklingar sem nota ópíóíðalyf og/eða aðra ópíóíða sem vímugjafa. Flest tilfelli ofskömmtunar verða í heimahúsi og í flestum tilvikum verður einhver vitni að því. Vinir, makar eða fjölskyldumeðlimir eru líklegustu einstaklingarnir til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða. Naloxone er mótefnið við ofskömmtun á ópíóíðum. Algengasta gjafaleiðin er með nefúða og getur virknin komið strax fram og varað frá nokkrum mínútum upp í allt að 90 mínútur. Naloxone er öruggt lyf og það virkar eingöngu sem mótefni ef einstaklingur er með ópíóíða í líkamanum. Þau sem eru líkleg til að verða vitni að ofskömmtun vegna ópíóíða eru í einstakri stöðu til að geta brugðist við, gefið naloxone og bjargað lífi. Ókeypis vefnámskeið um naloxone og notkun þess Rauði krossinn hefur í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið búið til vefnámskeiðið Skyndihjálp og naloxone sem er endurgjaldslaust og opið öllum. Þar getur fólk kynnt sér lykilhugtökin í skaðaminnkun og skyndihjálp og hægt er að öðlast færnina, viljann og sjálfsöryggið til að bregðast við ef grunur er um ofskömmtun ópíóíða. Í lok vefnámskeiðsins munt þú vita hvenær og hvernig á að nota naloxone nefúða til að bjarga lífi. Hægt er að nálgast vefnámskeiðið á heimasíðu Rauða krossins. Höfundur er sérfræðingur í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun