Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:44 Séra Guðrún er sóknarprestur í Grafarvogskirkju og séra Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindakirkju. Fréttastofa tók púlsinn á þeim báðum í kvöld. Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45