Dortmund vann þar með samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Real Madrid eða Bayern München í úrslitaleiknum á Wembley.
Dortmund hefur ekki komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðan 2013 þegar liðið mætti einmitt Bayern á Wembley en úrslitaleikurinn í ár fer einnig fram á Wembley leikvanginum.
Mats Hummels skoraði eina markið í gær þegar hann skallaði hornspyrnu Julian Brandt í markið. Hummels var einmitt í liði Dortmund sem spilaði í úrslitaleiknum fyrir ellefu árum. Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið.
Parísarliðið var i stórsókn mest allan leikinn og Kylian Mbappé fékk góð færi eins og fleiri félagar hans. Fjögur skot í stöng eða slá en allt kom fyrir ekki.
Langþráður draumur Paris Saint-Germain eftir sigri í Meistarardeildinni ætlar seint að rætast og nú er ljóst að Mbappé vinnur hana ekki með félaginu enda á förum suður til Real Madrid.