Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2024 10:09 Franziska Giffey, fulltrúi Jafnaðarmannaflokksins í Berlín, varð nýjasta fórnarlamb árása á stjórnmálamenn í gær. AP/Markus Schreiber Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum. Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Karlmaður sló Franzisku Giffey, fulltrúa Jafnaðarmannaflokksins í borgar- og sambandslandsstjórn Berlínar, aftan á höfuðið með poka sem í var þungur hlutur á bókasafni í borginni í gær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Giffey særðist lítillega og hlaut aðhlynningu vegna höfuðverks á sjúkrahúsi. Sama dag varð félagi í Græningjum, samstarfsflokki jafnaðarmanna í ríkisstjórn, fyrir aðkasti þegar hann hengdi upp kosningaauglýsingar í Dresden. Tveir menn hrintu honum, hræktu á hann og rifu niður kosningaspjöld. Vitni heyrðu mennina hylla nasistaforingjann Adolf Hitler áður en þeir létu til skarar skríða. DW exclusive: This is the moment a Green politician was physically harassed and spat at in the eastern German city of Dresden. Yvonne Mosler was hanging posters on Tuesday when the incident happened. pic.twitter.com/pYSajYyCWP— DW Politics (@dw_politics) May 8, 2024 Alvarlegasta árásin var þó á Matthias Ecke, Evrópuþingmann jafnaðarmanna, í Dresden á föstudag. Hann var barinn svo illa þegar hann var að hengja upp kosningaspjöld að hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð vegna sára sinna. Tengja árásir við uppgang hægriöfga Árásum á þýska stjórnmálamenn hefur snarfjölgað á skömmum tíma. Samkvæmt opinberum tölum eru þær nú tvöfalt fleiri en árið 2019 þegar Evrópuþingskosningar fóru fram. Árásum á kjörna fulltrúa fjölgaði um ríflega helming á milli 2022 og 2023. Innanríkisráðherrar Þýskalands og sambandslandanna sextán héldu neyðarfund vegna árásanna í gær. Þeir kölluðu eftir aukinni lögregluvernd og harðari lögum til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á stjórnmálamenn og starfsmenn framboða, að sögn Deutsche Welle. Ýmsir stjórnmálamenn hafa kennt uppgangi hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um vaxandi pólitískt ofbeldi. Stuðningur við flokkinn hefur aukist umtalsvert á undanförnum árum og hann sér mögulega fram á sigur í þremur sambandslöndum í kosningunum nú. Lögreglan í Saxlandi sem rannsakar árásina á Ecke segir að minnsta kosti eitt ungmennanna fjögurra sem réðust á hann tilheyri öfgahægrihreyfingunni. Sami hópur hafi ráðist á og sært sjálfboðaliða Græningja. „Þessar endurteknu árási eru til marks um þróun í samfélaginu þar sem fólk reynir ekki að ná pólitískum markmiðum sínum með orðum heldur með ofbeldi, hatri og áreitni,“ sagði Michael Stübgen, innanríkisráðherra Brandenborgar, sem stýrði ráðherrafundinum í gær. Alice Weidel, næstráðandi AfD, fordæmdi það sem hún kallaði tilraunir til þess að nota árásina á Ecke í pólitískum tilgangi og benti á að kjörnir fulltrúar og félagar í flokknum yrðu einnig fyrir tíðum árásum.
Þýskaland Erlend sakamál Tengdar fréttir Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent