Viltu bjarga heiminum? Samfélagsdrifnar loftslagslausnir Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 8. maí 2024 13:01 Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag!Áhrifa þeirra gætir nú þegar á heimsvísu, þvert á lönd og landamæri, og hvetur til brýnna aðgerða þvert á geira og samfélög. Aðlögun að loftslagsbreytingum snýst ekki bara um að draga úr áhrifum þeirra heldur felur í sér fyrirbyggjandi nálgun til að undirbúa og laga sig að núverandi áhrifum þeirra og væntanlegum afleiðingum í framtíðinni. Aðlögunaráætlanir eru allt frá því að byggja upp innviði fyrir sjálfbærari landbúnaðarhætti, efla stjórnun vatnsauðlinda og vernda líffræðilegan fjölbreytileika og er listinn ótæmandi. Hver af þessum aðgerðum hjálpar samfélögum ekki bara að lifa af heldur dafna í ljósi breyttra loftslagsskilyrða. Dagana 22.-25.maí stendur Evrópusambandið fyrir svokölluðu hakkaþoni og lausnakeppni þar sem allir geta tekið þátt í því að skilgreina og koma með tillögur að lausnum á helstu áskorunum tengdum loftslagsbreytingum. Þetta er fyrsta evrópska hakkaþonið fyrir umhverfismál þar sem almenningur og sérfræðingar geta komið saman og almennir borgarar eru ekki aðeins áhorfendur heldur virkir þátttakendur í að búa til lausnir. Besta lausnin fær möguleika á að taka þátt í úrslitakeppninni og vinna vegalega peningaupphæð auk funda með sérfræðingum og fjárfestum til að þróa hugmyndina nánar. Markmiðið er að virkja sameiginlega sérfræðiþekkingu og sköpunargáfu þátttakenda til að takast á við loftslagsbreytingar. Þetta er opið boð til allra sem hafa áhuga á að skipta máli - engin fyrri sérþekking í loftslags vísindum er nauðsynleg. Þátttakendur munu vinna beint með vísindamönnum til að finna nýjar lausnir sem geta hjálpað nærsamfélaginu að laga sig að hinum margvíslegu áhrifum loftslagsbreytinga. Hakkaþonið leggur áherslu á bæði tæknilega og félagslega nýsköpun. Markmiðið er að þróa raunhæfar lausnir sem hægt er að innleiða á staðnum en hafa möguleika á að stækka á heimsvísu. Viðburðurinn snýst ekki bara um að finna tafarlausar lausnir; þetta snýst um að hvetja til bylgju grasrótar framtaks og hvetja til meiri borgaraþátttöku. Hakkaþonið miðar að því að stuðla að dýpri skilningi á loftslagsbreytingum og þeim fjölbreyttu leiðum sem samfélög geta beitt til að laga sig að áskorunum sínum. Þessi nálgun án aðgreiningar getur leitt til sjálfbærari og almennt viðurkenndri lausna, sem á endanum gera samfélög sterkari og betur í stakk búin til að takast á við þær loftslagsbreytingar sem eiga sér stað. Viðburðurinn er opinn öllum og fer fram á netinu dagana 22.-25.maí. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér: https://eusparks.eu/ Höfundur er ráðgjafi í sjálfbærni og stafrænni þróun í ferðaþjónustu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar