„Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ” Lovísa Arnardóttir skrifar 8. maí 2024 16:07 Hrönn segir lömb og kindur komin út á flestum bæjum á Suðurlandi. Forstjóri Matvælastofnunar segir stofnunina ekki sofandi á verðinum og að þau séu að sinna velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stofnunin sé með stöðugt eftirlit á bænum og aðstæður dýranna ekki þannig að þau séu í lífshættu. Von er á yfirlýsingu frá MAST um málið í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“ Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) telji Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum. Stjórn samtakanna sendi frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. „Ég hafna því að við séum ekki að sinna velferð dýra á þessum bæ. Við erum með þetta mál í vinnslu. Við erum að vinna þetta með þeim stjórnsýsluverkfærum sem við höfum. Við erum með lausnir sem við erum að vinna að. Ég hafna því að við séum sofandi á verðinum,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. Mál í vinnslu Hún segir að stofnuninni hafi verið tilkynnt um slæman aðbúnað á bænum. Það sé mál í ferli en hún geti ekki upplýst nákvæmlega hvað þau séu að gera eða hvernig til að bregðast við tilkynningunum. „Við erum að fylgjast með þessu og erum með þetta mál í vinnslu. Við áttum okkur á því að fólk hefur áhyggjur og skiljum það. En þetta er ekki þannig að við teljum það réttlæta víðtækara inngrip. Það eru ekki að okkar mati dýr að þjást þarna beinlínis.“ Hrönn segir það vilja stofnunarinnar að upplýsa um stöðu mála en að það sé verið að vinna þarna í viðkvæmum aðstæðum. Því verði að stíga varlega til jarðar og gæta að hagsmunum allra sem koma að málinu. „Það liggur á að koma þeim í gegnum sauðburð og þau eru með aðstoð með sér,“ segir Hrönn um fólkið sem á bæinn. MAST skipti sér ekki af því hver það er heldur bara að það sé tryggð aðstoð. Það hafi verið gert. Hún segir mikið þurfa til að réttlæta vörslusviptingu búfénaðs. Stofnunin fari reglulega í eftirlit á bænum og hafi í kjölfarið sett fram ábendingar sem hafi verið brugðist við. Dýrin ekki í lífshættu „Ástandið hefur ekki réttlætt það hingað til. Við erum ekkert sammála því að dýr líði þannig að það réttlæti slíkt inngrip. Við erum að athuga að vörslusvipting á gripum bænda sviptir þau líka lífsviðurværi sínu. Það þarf að fara varlega með það vald.“ En það hljóta að vera líka skýr skilyrði fyrir því að halda dýr og hvernig eigi að koma fram við þau? „Já, klárlega. Það er þannig og eitt er að þau uppfylli ekki réttinn sem dýrin eiga samkvæmt lagabókstafnum og annað er að dýrin séu raunverulega í hættu. Það eru skil þar á milli. Ég segi ekki að þetta sé til fyrirmyndar, alls ekki.“ Hrönn segir það fara eftir aðstæðum hversu oft starfsmenn stofnunarinnar fari í eftirlit á bæjum en segir þau fara oftar á þennan bæ en þá sem myndu teljast „fyrirmyndarbú“. „Þegar það koma upp svona aðstæður fylgjum við því eftir og erum með eftirlit í gangi. Þarna og hvar svo sem er.“
Dýr Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Huga að útigangskindum í Borgarfirði - ein vafin í gaddavír Hópur fólks lagði af stað í hádeginu í Þverárhlíð í Borgarfirði til að kynna sér ástand tuttugu kinda, sem eru þar á útigangi og engin virðist hugsa um. Kindurnar eru mjög styggar og ein þeirra öll vafinn í gaddavír. Fólkið fór með hey á staðinn. 30. desember 2023 13:03
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19