Íslendingar þurfi að gæta hófs í vexti efnahagslífsins Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2024 19:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu versnandi verðbólguhorfur á fréttamannafundi í morgun. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla væru helstu ástæður þess að vextir væru ekki lækkaðir. Tíunda mánuðinn í röð ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir verða því óbreyttir í eitt ár því næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 21. ágúst. Seðlabankinn segir verðbólguna hafa reynst þrálátari er en gert var ráð fyrir og sé nú sex prósent. Á bláu línunni á þessari mynd sést hvernig húsnæðisverð er aftur farið að hækka með tilheyrandi áhrifum á verðbólguna.Grafík/Sara Þrátt fyrir það hefur verðbólga minnkað í helstu viðskiptalöndum þannig að verð á innfluttri vöru hefur farið lækkandi á undanförnum mánuðum, verð á innlendri vöru hefur einnig lækkað eftir mikla hækkun undanfarin tvö ár en verð á þjónustu hefur lækkað minna. Eftir töluverða lækkun á húsnæðisverði á síðasta ári er húsnæðisverð hins vegar aftur farið að hækka og hefur mest áhrif á verðbólguna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguvæntingar enn mjög miklar í þjóðfélaginu. „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur.“ Þá sé áhrifa jarðhræringanna á Reykjanesi farið að gæta í efnahagslífinu. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn,” segir Ásgeir. Versnandi verðbólguhorfur Brotalínan á þessari mynd sýnir verðbólguspá Seðlabankans frá í janúar. Óbrotnalínan sýnir hins vegar raunveruleikann og að verðbólga hefur minnkað mun hægar en spáð var.Grafík/Sara Þess vegna hafi verðbólguhorfur versnað frá spá bankans í janúar sem sést mörkuð hér með brotalínu. Óbrotna línan sýnir hins vegar raunveruleikann frá áramótum og spá um framhaldið. Þannig gerði Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga yrði að meðaltali 4,1 prósent á þessu ári en nú reiknar hann með að meðaltalsverðbólga þessa árs verði 5,9 prósent. Í skýrslu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagslífið á Íslandi hafi jafnað sig mun fyrr og betur að loknum covid-faraldrinum en flest önnur vestræn ríki. Hér hafi verið gífurlegur hagvöxtur á undanförnum árum með tilheyrandi þenslu og vaxtaverkjum.Vísir/Vilhelm Þetta er ekki síst fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni og öðrum tengdum greinum með innflutningi þúsunda starfsmanna. Það setji aukinn þrýstinig á húsnæðiskerfið, auki neyslu og veltu og álag á alla helstu innviði landsins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann hafa fengið þann beiska kaleik að knýja fram hófsemi í vexti efnahagslífsins með vaxtahækkunum.Vísir/Vilhelm Erum við í raun að pissa í skóinn með öllum þessum hraða. Væri nær að gæta hófs í vextinum, til dæmis í ferðaþjónustunni? „Já, ég held að það væri nær að gæta hófs. Og það er að einhverju leyti það hlutverk sem Seðlabankinn hefur fengið; í rauninni að knýja fram hóf með vaxtahækkunum. Það er sá beiski kaleikur sem við höfum,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn þyrfti hins vegar að sýna festu í að keyra verðbólguna niður og koma í veg fyrir að allt fari úr böndunum. Verðbólgan væri sameiginlegur óvinur Seðlabankans og verkalýðshreyfingarinnar en jákvæð áhrif hóflegra kjarasamninga hennar væru enn ekki komin fram. „Við erum líka að horfa á að kjarasamningarnir sem voru gerðir eru með uppsagnarákvæði. Verðbólga verður að vera komin niður fyrir 4,75 prósent á næsta ári eða í byrjun næsta árs. …Það væri náttúrlega ekki sérstaklega ábyrgt af Seðlabanka Íslands að fara að gera hluti sem myndu leiða til þess að samningarnir, forsenduákvæði samninganna, yrðu virkjuð eftir ár eða eitthvað álíka,” segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Tíunda mánuðinn í röð ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir verða því óbreyttir í eitt ár því næsti vaxtaákvörðunardagur er ekki fyrr en 21. ágúst. Seðlabankinn segir verðbólguna hafa reynst þrálátari er en gert var ráð fyrir og sé nú sex prósent. Á bláu línunni á þessari mynd sést hvernig húsnæðisverð er aftur farið að hækka með tilheyrandi áhrifum á verðbólguna.Grafík/Sara Þrátt fyrir það hefur verðbólga minnkað í helstu viðskiptalöndum þannig að verð á innfluttri vöru hefur farið lækkandi á undanförnum mánuðum, verð á innlendri vöru hefur einnig lækkað eftir mikla hækkun undanfarin tvö ár en verð á þjónustu hefur lækkað minna. Eftir töluverða lækkun á húsnæðisverði á síðasta ári er húsnæðisverð hins vegar aftur farið að hækka og hefur mest áhrif á verðbólguna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir verðbólguvæntingar enn mjög miklar í þjóðfélaginu. „Það er bara mikill verðbólguþrýstingur og það er mikið í gangi hjá okkur.“ Þá sé áhrifa jarðhræringanna á Reykjanesi farið að gæta í efnahagslífinu. „Það er líka í rauninni verið að færa heilt eitt prósent þjóðarinnar um set. Það er verið að færa til heilt sveitarfélag. Það hefur áhrif á fasteignamarkaðinn,” segir Ásgeir. Versnandi verðbólguhorfur Brotalínan á þessari mynd sýnir verðbólguspá Seðlabankans frá í janúar. Óbrotnalínan sýnir hins vegar raunveruleikann og að verðbólga hefur minnkað mun hægar en spáð var.Grafík/Sara Þess vegna hafi verðbólguhorfur versnað frá spá bankans í janúar sem sést mörkuð hér með brotalínu. Óbrotna línan sýnir hins vegar raunveruleikann frá áramótum og spá um framhaldið. Þannig gerði Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga yrði að meðaltali 4,1 prósent á þessu ári en nú reiknar hann með að meðaltalsverðbólga þessa árs verði 5,9 prósent. Í skýrslu peningastefnunefndar kemur fram að efnahagslífið á Íslandi hafi jafnað sig mun fyrr og betur að loknum covid-faraldrinum en flest önnur vestræn ríki. Hér hafi verið gífurlegur hagvöxtur á undanförnum árum með tilheyrandi þenslu og vaxtaverkjum.Vísir/Vilhelm Þetta er ekki síst fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustunni og öðrum tengdum greinum með innflutningi þúsunda starfsmanna. Það setji aukinn þrýstinig á húsnæðiskerfið, auki neyslu og veltu og álag á alla helstu innviði landsins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann hafa fengið þann beiska kaleik að knýja fram hófsemi í vexti efnahagslífsins með vaxtahækkunum.Vísir/Vilhelm Erum við í raun að pissa í skóinn með öllum þessum hraða. Væri nær að gæta hófs í vextinum, til dæmis í ferðaþjónustunni? „Já, ég held að það væri nær að gæta hófs. Og það er að einhverju leyti það hlutverk sem Seðlabankinn hefur fengið; í rauninni að knýja fram hóf með vaxtahækkunum. Það er sá beiski kaleikur sem við höfum,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn þyrfti hins vegar að sýna festu í að keyra verðbólguna niður og koma í veg fyrir að allt fari úr böndunum. Verðbólgan væri sameiginlegur óvinur Seðlabankans og verkalýðshreyfingarinnar en jákvæð áhrif hóflegra kjarasamninga hennar væru enn ekki komin fram. „Við erum líka að horfa á að kjarasamningarnir sem voru gerðir eru með uppsagnarákvæði. Verðbólga verður að vera komin niður fyrir 4,75 prósent á næsta ári eða í byrjun næsta árs. …Það væri náttúrlega ekki sérstaklega ábyrgt af Seðlabanka Íslands að fara að gera hluti sem myndu leiða til þess að samningarnir, forsenduákvæði samninganna, yrðu virkjuð eftir ár eða eitthvað álíka,” segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22 Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31 Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01 Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45 Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. 8. maí 2024 11:22
Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 8. maí 2024 08:31
Aðstæður fyrir stýrivaxtalækkun á morgun Forsætisráðherra vonast til þess að Seðlabankinn lækki stýrivexti á morgun. Skilyrðin séu fyrir hendi því verðbólga hafi gefið eftir undanfarið. Hann varar þó við því að verðbólga hjaðni of mikið því hagkerfið sé á mikilli siglingu og atvinnustig í landinu hátt. 7. maí 2024 13:01
Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða. 29. apríl 2024 11:45
Seðlabankinn geti ekki annað en lækkað vexti Formaður Starfsgreinasambandsins segir Seðlabankann ekki geta annað en lækkað vexti um að minnsta kosti hálft prósentustig nú þegar verðbólga mælist sex prósent. Verkalýðshreyfingin hafi farið að tilmælum bankans um hógværa kjarasamninga og nú væri komið að Seðlabankanum. 24. apríl 2024 11:46
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent