„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 23:30 Jude Bellingham er kominn í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn. getty/Clive Brunskill Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Fleiri fréttir „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Sjá meira
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47