Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 22:47 Matthijs de Ligt og Thomas Müller kvarta við Szymon Marciniak, dómara leiks Real Madrid og Bayern München. getty/Alexander Hassenstein Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira
Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Sjá meira