150 þolendum sinnt vegna ofbeldis í nánu sambandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 13:31 Jóhanna Erla (t.h.) og Agnes Björg Tryggvadóttir, sálfræðingur og teymisstjóri áfallateymis Landsspítalans fluttu erindið saman á ráðstefnunni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsspítalinn hefur sinnt um 150 þolendum ofbeldis í nánu sambandi frá því að nýtt verkefni spítalans, sem kallast „Hof“ hófst í nóvember 2022 þar sem sérstakt áfallateymi er við störf á bráðamóttöku spítalans. Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands stóð fyrir ráðstefnu í vikunni á Hótel Selfossi, sem bara yfirskriftina „Tölum saman um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum“. Nokkur erindi voru haldin og fyrirspurnum svarað. Ráðstefnan tókst einstaklega vel en nú er verið að innleiða á landsvísu innan heilbrigðisþjónustunnar samhæfing á verklagi við móttöku þolenda heimilisofbeldis en verkefnið kallast „Hof“. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi á bráðamóttöku Landsspítalans í Fossvogi veit allt um nýja verkefnið. „Og það sem við erum líka að gera er einmitt að koma í veg fyrir að áverkar stigmagnist og við erum að reyna að koma í veg fyrir endurteknar komur á bráðamóttökuna og við erum fyrst og fremst að reyna að stíga inn í ferlið, sem fyrst. Nýja verkefnið hefur reynst mjög vel en það átti þetta að vera tilraunaverkefni til tveggja ára en eftir eitt ár kom í ljós að þetta var mjög þarft og var að sýna góða svörun þannig að það var gert að föstu verkefni og nú er þetta fast í fjárframlögum,“ segir Jóhanna Erla. Mikil ánægja er með nýja verkefni, sem kallast „Hof“.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nú þegar hafa komið upp 150 ofbeldismál frá því að verkefnið hófst á Landsspítalanum. „Ég held að þetta sé bara toppurinn á ísjakanum þessi 150 mál,“ segir Jóhanna Erla og bætir við. „Þetta snýst um að þú verðir fyrir ofbeldi af hálfu einstaklings, sem er þér nátengdur eða náinn hvort sem það er núverandi maki, fyrrverandi maki, barnið þitt, foreldrið þitt, hvernig sem er, það er skilgreint, sem heimilisofbeldi.“ Erum við að tala um gróft ofbeldi eða? „Við erum að tala um allt ofbeldi, allar tegundir ofbeldis. Við erum að tala um andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, þú getur alltaf leitað til okkar. Það er töff að vinna í þessu umhverfi en mjög gefandi“, segir Jóhanna Erla. Ráðstefnan var fjölsótt og tókst einstaklega vel að mata ráðstefnugesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein af glærum ráðstefnunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Landspítalinn Heimilisofbeldi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira