Katla skoraði tvö mörk í leiknum en það fyrra gerði hún þegar hún jafnaði metin með góðu skoti úr teignum á 11. mínútu, sem sjá má hér að neðan.
Snabb kvittering av Kristianstad när Tryggvadottir sätter dit 1-1 @KDFF1998 mot Örebro pic.twitter.com/2RBTVotXtn
— Viaplay Fotboll (@ViaplayFotboll) May 9, 2024
Hlín Eiríksdóttir átti sinn þátt í fyrsta markinu og var ógnandi á hægri kantinum hjá Kristianstad. Katla kom liðinu svo í 3-1 með sínu öðru marki á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Kristianstad komst svo í 4-1 en heimakonur minnkuðu muninn seint í uppbótartíma.
Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður hjá Kristianstad á 60. mínútu.
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir voru báðar í byrjunarliði Örebro og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom inn á á 66. mínútu.
Eftir leiki dagsins er Kristianstad núna með níu stig úr fimm leikjum, í 4. sæti deildarinnar, en Örebro er eina liðið sem enn er án stiga. Hammarby er efst með fullt hús stiga og Rosengård getur jafnað þann árangu rmeð sigri gegn Djurgården á morgun.