Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að vernda ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Berghildur Erla, fréttamaður, skoðaði aðstæður sauðfjár á bænum í dag og sýnir frá þeim í fréttatímanum.
Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi.
Við sýnum frá fjölmennum mótmælum í miðborg Malmö í Svíþjóð þar sem seinna undankvöld Eurovision fer fram í kvöld og kynnum okkur túlípanarækt hér á landi.