Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2024 21:51 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt: Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt:
Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30