„Það gekk ekki hvað henni leið illa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2024 10:31 Þau Jóhann og Guðný búa á Bessastöðum og hafa gert síðan 1995. Í þáttunum Sveitarómantík fá áhorfendur að fylgjast með sex pörum á mismunandi aldri sem eiga það sameiginlegt að búa í sveit. Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Áhorfendur fá að skyggnast inn í daglegt líf paranna og heyra frá ástarsögu þeirra, fortíð og framtíðardraumum en fyrst og fremst upplifa rómantíkina í hversdeginum. Ása Ninna Pétursdóttir er umsjónarmaður þáttanna og eru þeir framleiddir af Atlavík. Í fyrsta þættinum leit hún við á bænum Bessastöðum fyrir norðan. Hjónin á Bessastöðum þau Jóhann Magnússon og Guðný Helga Björnsdóttir hafa verið saman í áraraðir og eiga saman þrjú börn. Þau elska lífið í sveitinni og njóta nærveru hvors annars. Þau hafa búið á Bessastöðum síðan 1995. Helga Eyrún, Mara Birna og Fríða Rós eru dætur þeirra hjóna. Mara Birna fékk úthlutað karlkyni við fæðingu en sagði foreldrum sínum í kringum átján ára aldur að hún væri í raun kona. Helltist yfir hana vanlíðan „Við sáum bara að barninu leið bara ekki vel,“ segir Guðný. „Hún var ofboðslega skemmtilegur krakki og rosalega uppátækjasöm,“ segir Jóhann. „Svo kemur unglingsaldurinn og þá bara lokast hún inni,“ bætir Guðný við. „Það bara helltist svoleiðis yfir hana einhver vanlíðan,“ segir Jóhann. Guðný segir að hún hafi áttað sig á því um kringum átján ára aldurinn að Mara Birna væri trans. „Hún tæklaði þetta bara vel. Kemur til okkar um kvöldmatarleytið og lætur okkur vita. Maður var bara fegin að vita hvað þetta væri. Þetta er ekki stórmál. Við viljum bara að fólki líði vel alveg sama hvernig það er og hún er að blómstra núna,“ segir Guðný. „Það gekk ekki hvað henni leið illa og við skynjuðum það vel og hvað það var mikið svartnætti yfir öllu. Það varð eitthvað að gerast, þetta gat aldrei gengið svona,“ segir Jóhann en hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti. Klippa: Hjónin á Bessastöðum
Málefni trans fólks Sveitarómantík Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira