Eysteinn ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. maí 2024 11:27 Eysteinn Pétur Lárusson hefur verið í Kópavoginum í áratug en færir sig nú til Knattspyrnusambandsins. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, mun taka við sömu stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands í september næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson verður í stöðunni í millitíðinni. Eysteinn hefur starfað hjá Breiðabliki í rúm tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri aðalstjórnar félagsins. Hann var áður íþróttastjóri hjá Þrótti í Reykjavík og Hvöt á Blönduósi. Klara Bjartmarz sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri í lok febrúar síðastliðnum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri sambandsins í tæpan áratug, frá 2015. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sambandsins, hefur starfað sem framkvæmdastjóri þess frá uppsögn Klöru og mun gera það áfram út sumarið. Eysteinn tekur við starfinu 1. september. „Það er mikill fengur fyrir KSÍ að fá Eystein til starfa. Hann er farsæll og reynslumikill framkvæmdastjóri sem þekkir rekstrarumhverfi knattspyrnunnar í þaula og reynsla hans sem fyrrverandi leikmaður, þjálfari og íþróttastjóri mun nýtast vel í þessu krefjandi starfi,” er haft eftir Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, í tilkynningu sambandsins um ráðninguna. „Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir áhugann um leið og ég býð Eystein formlega velkominn í hóp starfsfólks KSÍ,” er haft eftir Þorvaldi enn fremur. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hafa orðið fyrir valinu og hlakka ég til að takast á við komandi verkefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég mun kveðja Breiðablik með söknuði og miklu þakklæti til alls þess frábæra fólks sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti,” segir Eysteinn Pétur. KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Eysteinn hefur starfað hjá Breiðabliki í rúm tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar en hefur síðustu ár verið framkvæmdastjóri aðalstjórnar félagsins. Hann var áður íþróttastjóri hjá Þrótti í Reykjavík og Hvöt á Blönduósi. Klara Bjartmarz sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri í lok febrúar síðastliðnum. Hún hafði verið framkvæmdastjóri sambandsins í tæpan áratug, frá 2015. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs sambandsins, hefur starfað sem framkvæmdastjóri þess frá uppsögn Klöru og mun gera það áfram út sumarið. Eysteinn tekur við starfinu 1. september. „Það er mikill fengur fyrir KSÍ að fá Eystein til starfa. Hann er farsæll og reynslumikill framkvæmdastjóri sem þekkir rekstrarumhverfi knattspyrnunnar í þaula og reynsla hans sem fyrrverandi leikmaður, þjálfari og íþróttastjóri mun nýtast vel í þessu krefjandi starfi,” er haft eftir Þorvaldi Örlygssyni, formanni KSÍ, í tilkynningu sambandsins um ráðninguna. „Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar sóttu um starf framkvæmdastjóra og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fyrir áhugann um leið og ég býð Eystein formlega velkominn í hóp starfsfólks KSÍ,” er haft eftir Þorvaldi enn fremur. „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hafa orðið fyrir valinu og hlakka ég til að takast á við komandi verkefni innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég mun kveðja Breiðablik með söknuði og miklu þakklæti til alls þess frábæra fólks sem kemur að félaginu með einum eða öðrum hætti,” segir Eysteinn Pétur.
KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki