Kveðjuleikur Klopp í hættu? | „Meðvitaður um stöðuna“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2024 13:31 Jurgen Klopp á aðeins tvo leiki eftir í starfi sínu sem knattspyrnustjóri Liverpool Vísir/Getty Fari svo að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fái gult spjald í leik Liverpool á móti Aston Villa á mánudaginn kemur er ljóst að hann mun ekki geta verið á hliðarlínunni í síðasta leik sínum á Anfield gegn Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Reglur enska knattspyrnusambandsins í þessum efnum eru skýrar og er farið yfir stöðuna í umfjöllun á vegum The Athletic. Fari svo að knattspyrnustjóri safni saman þremur gulum spjöldum fer hann sjálfkrafa í eins leiks bann. Verði gulu spjöldin svo sex talsins á einhverjum tímapunkti, á meðan á tímabilinu stendur, fer umræddur stjóri í tveggja leikja bann. Eftir því sem gulu spjöldunum fjölgar verður refsingin svo þyngri og þyngri og sértu snælduvitlaus á hliðarlínunni og safnar saman tólf gulum spjöldum er ljóst að þú verður dreginn fyrir dóm knattspyrnusambandsins og átt yfir höfði þér ákæru fyrir misferli. Góðu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool eru hins vegar þær að Klopp, sem hefur fengið að líta tvö gul spjöld á tímabilinu, er meðvitaður um stöðuna og mun reyna sitt allra besta í því að halda sig á mottunni í komandi leik gegn Aston Villa. „Ég hef verið meðvitaður um stöðuna til lengri tíma núna,“ segir Klopp aðspurður um stöðu sína á tveimur gulum spjöldum og mögulegt bann með einu slíku til viðbótar. „Við gætum snúið þessu við og sagt að ég hafi aðeins fengið tvö gul spjöld á tímabilinu. Nokkrir af kollegum mínum hafa verið settir í bann er það ekki? Ég hef róast með árunum. Ég þarf svo sem ekki að vera á hliðarlínunni á lokadegi tímabilsins en það væri kúl. Ég mun reyna mitt allra besta til að blandast ekki í einhverjar deilur.“ Margir á hættusvæði Jurgen Klopp er ekki eini knattspyrnustjóri deildarinnar sem þarf að feta veg góðrar háttsemi og stillu til að koma í veg fyrir bann í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Knattspyrnustjórar á borð við Mikel Arteta hjá Arsenal, David Moyes hjá West Ham, Ange Postecoglou hjá Tottenham, Thomas Frank hjá Brentford, Andoni Iraola hjá Bournemouth, Gary O´Neil hjá Wolves og Nuno Espirito Santo hjá Nottingham Forest eru allir á hættusvæði með tvö gul spjöld á bakinu. Þá er Roberto De Zerbi á hættusvæði með fimm gul spjöld á bakinu. Eitt til viðbótar sendir hann í tveggja leikja bann.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira