Kári tekur ábyrgð á stuðningi Víðis og Þórólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 16:42 „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama,“ segir Kári um að hann hafi lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda af eigin frumkvæði. Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Kristín aðstoðar Kristrúnu Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Sjá meira
Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Fleiri fréttir Kristín aðstoðar Kristrúnu Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna Sjá meira